Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 39-24 | FH-ingar niðurlægðir Stefán Árni Pálssoní Schenker-höllinni skrifar 27. apríl 2014 00:01 Haukar fagna sigri í dag. Vísir/Daníel Haukar gjörsamlega völtuðu yfir FH, 39-24, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og er því staðan orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Haukar spiluðu einfaldlega óaðfinnanlega í dag og voru FH-ingar að sama skapa skelfilegir. Þetta einvígi er ekki búið, svo eitt er víst. Liðin voru lengi í gang í leiknum og eftir sex mínútna leik var staðan 1-1. Markverðir beggja liða voru frábærir til að byrja með og vörðu vel. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust heimamenn meira í takt við leikinn og fóru að láta að sér kveða. Haukar spiluðu hreint frábæran sóknarleik og á sama tíma var vörn FH-inga hreint út sagt skelfileg. Þegar 17 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var staðan orðin 7-3 og hafði FH-liðið aðeins skorað þrjú mörk á þeim tíma. Það gekk ekkert í sóknarleik heimamanna. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, ákvað þá að taka leikhlé og ræða við sína menn. Það leikhlé skilaði akkúrat engu og ástandið versnaði bara. Haukar skoraðu mörg mörk úr hröðum sóknum, ýmist á fyrsta eða öðru tempói. Þegar flautað var til leikhlés var staðan orðin 18-9 og leikurinn í raun búinn. FH-ingar þurftu kraftaverk til að fara með sigur af hólmi. Haukar komust strax 13 mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks og gjörsamlega kláruðu leikinn strax. Staðan var allt í einu orðin 23-10. Það er skemmst frá því að segja að FH komst aldrei til meðvitundar í leiknum og heimamenn keyrðu hreinlega yfir þá í síðari hálfleiknum. Munurinn var mestur 15 mörk á liðunum 33-18. Leiknum lauk með 39-24 sigri Hauka og er staðan því orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Brynjólfur Snær Brynjólfsson var frábær í liði Hauka í dag og skoraði átta mörk. Sigurbergur Sveinsson gerði sjö mörk fyrir Hauka. Adam Haukur Baumruk skoraði einnig sjö fyrir Hauka. Ótrúleg frammistaða hjá heimamönnum í kvöld og þeir galopna þetta einvígi. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Einar Andri: Vorum lélegir á öllum sviðum handboltans„Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, við náðum okkur ekki á strik í nokkrum þáttum leiksins,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn í dag. „Við vorum bara skrefi á eftir í öllum að gerðum. Haukarnir voru bara miklu betri og spiluðu mjög vel og ég verð að hrósa þeim fyrir það,“ sagði Einar en bendi á að staðan er samt sem áður 2-1 fyrir FH í einvíginu. „Nú verðum við bara að mæta klárir í næsta leik á þriðjudaginn og sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Við þurfum að sýna FH-ingum sem fjölmenntu hér í dag góðan leik í Kaplakrika og klára þetta einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Patrekur: Vorum bara grimmari í dag„Við vorum sterkari í leiknum í dag og virkilega flottur leikur hjá mínu liði,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í dag. „Ég breyti engu fyrir leikinn í dag. Ég er með ákveðið plan og við erum að vinna eftir ákveðnu skipulagi. Það sem gerist í leiknum í dag er að við erum einfaldlega grimmari og þorum meira að taka af skarið.“ „Menn mega alveg geri mistök í þessari íþrótta en ég vill alltaf sjá menn hafa sig alla við og reyna eins og þeir geta.“ „Við erum samt sem áður enn undir í þessu einvígi og þurfum að halda vel á spöðunum í næsta leik. FH er með frábært lið.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Sjá meira
Haukar gjörsamlega völtuðu yfir FH, 39-24, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og er því staðan orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Haukar spiluðu einfaldlega óaðfinnanlega í dag og voru FH-ingar að sama skapa skelfilegir. Þetta einvígi er ekki búið, svo eitt er víst. Liðin voru lengi í gang í leiknum og eftir sex mínútna leik var staðan 1-1. Markverðir beggja liða voru frábærir til að byrja með og vörðu vel. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust heimamenn meira í takt við leikinn og fóru að láta að sér kveða. Haukar spiluðu hreint frábæran sóknarleik og á sama tíma var vörn FH-inga hreint út sagt skelfileg. Þegar 17 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var staðan orðin 7-3 og hafði FH-liðið aðeins skorað þrjú mörk á þeim tíma. Það gekk ekkert í sóknarleik heimamanna. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, ákvað þá að taka leikhlé og ræða við sína menn. Það leikhlé skilaði akkúrat engu og ástandið versnaði bara. Haukar skoraðu mörg mörk úr hröðum sóknum, ýmist á fyrsta eða öðru tempói. Þegar flautað var til leikhlés var staðan orðin 18-9 og leikurinn í raun búinn. FH-ingar þurftu kraftaverk til að fara með sigur af hólmi. Haukar komust strax 13 mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks og gjörsamlega kláruðu leikinn strax. Staðan var allt í einu orðin 23-10. Það er skemmst frá því að segja að FH komst aldrei til meðvitundar í leiknum og heimamenn keyrðu hreinlega yfir þá í síðari hálfleiknum. Munurinn var mestur 15 mörk á liðunum 33-18. Leiknum lauk með 39-24 sigri Hauka og er staðan því orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Brynjólfur Snær Brynjólfsson var frábær í liði Hauka í dag og skoraði átta mörk. Sigurbergur Sveinsson gerði sjö mörk fyrir Hauka. Adam Haukur Baumruk skoraði einnig sjö fyrir Hauka. Ótrúleg frammistaða hjá heimamönnum í kvöld og þeir galopna þetta einvígi. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Einar Andri: Vorum lélegir á öllum sviðum handboltans„Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, við náðum okkur ekki á strik í nokkrum þáttum leiksins,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn í dag. „Við vorum bara skrefi á eftir í öllum að gerðum. Haukarnir voru bara miklu betri og spiluðu mjög vel og ég verð að hrósa þeim fyrir það,“ sagði Einar en bendi á að staðan er samt sem áður 2-1 fyrir FH í einvíginu. „Nú verðum við bara að mæta klárir í næsta leik á þriðjudaginn og sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Við þurfum að sýna FH-ingum sem fjölmenntu hér í dag góðan leik í Kaplakrika og klára þetta einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Patrekur: Vorum bara grimmari í dag„Við vorum sterkari í leiknum í dag og virkilega flottur leikur hjá mínu liði,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í dag. „Ég breyti engu fyrir leikinn í dag. Ég er með ákveðið plan og við erum að vinna eftir ákveðnu skipulagi. Það sem gerist í leiknum í dag er að við erum einfaldlega grimmari og þorum meira að taka af skarið.“ „Menn mega alveg geri mistök í þessari íþrótta en ég vill alltaf sjá menn hafa sig alla við og reyna eins og þeir geta.“ „Við erum samt sem áður enn undir í þessu einvígi og þurfum að halda vel á spöðunum í næsta leik. FH er með frábært lið.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Sjá meira