Það stefnir í æsilega rimmu milli KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.
Grindavík jafnaði metin í einvígi liðanna með flottum sigri í kvöld. Staðan í einvíginu er 1-1 en vinna þarf þrjá leiki til þess að hampa Íslandsmeistarabikarnum.
Leikurinn í kvöld var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér að ofan má sjá öll helstu tilþrif leiksins.
