Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 21-24 | Oddaleikur í Hafnarfirði Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 29. apríl 2014 11:50 Árni Steinn Steinþórsson skorar fyrir Hauka í kvöld. Vísir/Valli Haukar lögðu FH 24-21 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16. FH mætti mjög ákveðið til leiks og greinilegt að leikmenn liðsins voru ákveðnir í að láta ekki rassskella líkt og í þriðja leik liðanna. FH lék frábæra vörn framan af og sóknin gekk vel. Svo vel að Patrekur tók leikhlé á tólftu mínútu en þegar stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik snérist leikurinn. FH var þremur mörkum yfir 9-6 en Haukar skoruðu átta af tíu síðustu mörkum fyrri hálfleiks og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-11. Miklu munaði um frábæra innkomu Giedrius Morkunas í mark Hauka. Hann var með 70% markvörslu á sextán mínútum í fyrri hálfleik og með hann í því formi fyrir aftan öfluga vörnina fengu Haukar hraðaupphlaupin sem liðið nærist á. Haukar skoruðu sex hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik, þar af fimm þeirra á síðasta stundarfjórðungnum. Daníel Freyr Andrésson kom inn í mark FH í upphafi seinni hálfleiks og varði fyrsta skot Hauka en Haukar skoruðu engu að síður fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks þar sem ekkert gekk í sókn FH. Alls liðu 20 mínútur þar sem FH skoraði bara tvö mörk. Haukar náði þá sjö marka forystu en FH náði að minnka muninn í þrjú mörk og fékk færi til minnka muninn í tvö mörk sem liðið nýtti ekki. Frábær tuttugu mínútna kafli hjá Haukum réð úrslitum í kvöld. Liðið lék frábæra vörn og fékk þá mörg mörk úr hraðaupphlaupum auk þess sem sóknin gekk vel. Þess utan var jafnræði með liðunum og geta Haukar þakkað Morkunas í markinu að FH náði ekki að gera leikinn enn meira spennandi á loka mínútunum.Patrekur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliPatrekur: Rimman er ekki búin „Þetta er úrslitakeppni og það getur allt gerst. Þetta var hörku rimma tveggja góðra liða. Það eru allir að leggja allt í þetta, bæði FH og við,“ sagði diplómatískur Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka í leikslok. „Við erum að spila við FH. Auðvitað geta komið slys eins og hjá okkur í fyrsta leiknum og þeim í þriðja leiknum en annars hafa báðir leikirnir verið mjög svipaðir. Rimman er ekki búin, ég veit það. „Stuðningsmenn beggja liða fjölmenntu í kvöld og auðvitað er ekki langt að fara í útileikinn en vonandi fáum við ennþá fleiri á fimmtudaginn á Ásvelli,“ sagði Patrekur.Haukarnir fagna í kvöld.Vísir/ValliMatthías Árni: Vil Haukamenn í rauðu og FH-inga í hvítu „Þetta var hörku leikur. Við gáfumst aldrei upp þó við höfum lentu undir í byrjun leiksins og þeir hafi átt góðan sprett um miðjan seinni hálfleik,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson fyrirliði Hauka. „Við náum halda áfram, vera áræðnir og nýta færin mjög vel. Við náum að standa vörnina mjög vel á köflum. „Giedrius (Morkunas) var frábær eftir að hann kom inn á og Einar (Ólafur Vilmundarson) náði að taka flotta bolta líka. Þetta var algjör vinnusigur liðsheildarinnar,“ sagði Matthías sem vill fá fulla Schenker höll á Ásvöllum á fimmtudaginn. „Ég vil hvetja alla Haukamenn til að mæta í rauða og FH-inga til að mæta í hvítu.“Einar Andri pirraður á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliEinar Andri: Menn hafa sumarið til að hvíla sig „Mér fannst við fara illa að ráði okkur í kvöld. Við vorum með frumkvæðið í leiknum og spiluðum góða vörn og náðum að keyra vel á þá en svo kemur slæmur kafli,“ sagði Einar Andir Einarsson þjálfari FH. „Við missum þá fram úr okkur undir lok fyrri hálfleiks og svo byrjum við seinni hálfleik mjög illa. Svo náum við að keyra þetta niður og fáum færi til að gera þetta að leik í lokin. Við vorum ekki nógu yfirvegaðir fyrir framan markið. „Í stöðunni 24-20 fengum við fimm dauðafæri. Auðvitað fá þeir færi líka en við hefðum virkilega getað gert þetta að leik í lokin ef við hefðum verið svalari fyrir framan markið. „Úrslitakeppnin er erfið. Við vorum ekkert að hugsa um að við værum að fara að klára þetta 3-0 eða einbeita okkur eitthvað að því. Við tökum hvern leik fyrir sig og erum núna búnir að tapa tveimur leikjum. „Við unnum fyrsta leikinn á Ásvöllum og það er enginn að segja að við getum ekki farið þangað og klárað það. Úrslitakeppnin er bara spiluð á nokkrum dögum og menn þurfa að halda áfram. Við þurfum að draga fram lengri góða kafla og fækka slæmu köflunum. Þá getum við klárað þetta. „Það verður enginn þreyttur í liðunum. Menn hafa sumarið til að hvíla sig og okkur langar í úrslitin. Það hefur enginn kvartað undan þreytu ennþá,“ sagði Einar Andri. Olís-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira
Haukar lögðu FH 24-21 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16. FH mætti mjög ákveðið til leiks og greinilegt að leikmenn liðsins voru ákveðnir í að láta ekki rassskella líkt og í þriðja leik liðanna. FH lék frábæra vörn framan af og sóknin gekk vel. Svo vel að Patrekur tók leikhlé á tólftu mínútu en þegar stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik snérist leikurinn. FH var þremur mörkum yfir 9-6 en Haukar skoruðu átta af tíu síðustu mörkum fyrri hálfleiks og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-11. Miklu munaði um frábæra innkomu Giedrius Morkunas í mark Hauka. Hann var með 70% markvörslu á sextán mínútum í fyrri hálfleik og með hann í því formi fyrir aftan öfluga vörnina fengu Haukar hraðaupphlaupin sem liðið nærist á. Haukar skoruðu sex hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik, þar af fimm þeirra á síðasta stundarfjórðungnum. Daníel Freyr Andrésson kom inn í mark FH í upphafi seinni hálfleiks og varði fyrsta skot Hauka en Haukar skoruðu engu að síður fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks þar sem ekkert gekk í sókn FH. Alls liðu 20 mínútur þar sem FH skoraði bara tvö mörk. Haukar náði þá sjö marka forystu en FH náði að minnka muninn í þrjú mörk og fékk færi til minnka muninn í tvö mörk sem liðið nýtti ekki. Frábær tuttugu mínútna kafli hjá Haukum réð úrslitum í kvöld. Liðið lék frábæra vörn og fékk þá mörg mörk úr hraðaupphlaupum auk þess sem sóknin gekk vel. Þess utan var jafnræði með liðunum og geta Haukar þakkað Morkunas í markinu að FH náði ekki að gera leikinn enn meira spennandi á loka mínútunum.Patrekur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliPatrekur: Rimman er ekki búin „Þetta er úrslitakeppni og það getur allt gerst. Þetta var hörku rimma tveggja góðra liða. Það eru allir að leggja allt í þetta, bæði FH og við,“ sagði diplómatískur Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka í leikslok. „Við erum að spila við FH. Auðvitað geta komið slys eins og hjá okkur í fyrsta leiknum og þeim í þriðja leiknum en annars hafa báðir leikirnir verið mjög svipaðir. Rimman er ekki búin, ég veit það. „Stuðningsmenn beggja liða fjölmenntu í kvöld og auðvitað er ekki langt að fara í útileikinn en vonandi fáum við ennþá fleiri á fimmtudaginn á Ásvelli,“ sagði Patrekur.Haukarnir fagna í kvöld.Vísir/ValliMatthías Árni: Vil Haukamenn í rauðu og FH-inga í hvítu „Þetta var hörku leikur. Við gáfumst aldrei upp þó við höfum lentu undir í byrjun leiksins og þeir hafi átt góðan sprett um miðjan seinni hálfleik,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson fyrirliði Hauka. „Við náum halda áfram, vera áræðnir og nýta færin mjög vel. Við náum að standa vörnina mjög vel á köflum. „Giedrius (Morkunas) var frábær eftir að hann kom inn á og Einar (Ólafur Vilmundarson) náði að taka flotta bolta líka. Þetta var algjör vinnusigur liðsheildarinnar,“ sagði Matthías sem vill fá fulla Schenker höll á Ásvöllum á fimmtudaginn. „Ég vil hvetja alla Haukamenn til að mæta í rauða og FH-inga til að mæta í hvítu.“Einar Andri pirraður á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliEinar Andri: Menn hafa sumarið til að hvíla sig „Mér fannst við fara illa að ráði okkur í kvöld. Við vorum með frumkvæðið í leiknum og spiluðum góða vörn og náðum að keyra vel á þá en svo kemur slæmur kafli,“ sagði Einar Andir Einarsson þjálfari FH. „Við missum þá fram úr okkur undir lok fyrri hálfleiks og svo byrjum við seinni hálfleik mjög illa. Svo náum við að keyra þetta niður og fáum færi til að gera þetta að leik í lokin. Við vorum ekki nógu yfirvegaðir fyrir framan markið. „Í stöðunni 24-20 fengum við fimm dauðafæri. Auðvitað fá þeir færi líka en við hefðum virkilega getað gert þetta að leik í lokin ef við hefðum verið svalari fyrir framan markið. „Úrslitakeppnin er erfið. Við vorum ekkert að hugsa um að við værum að fara að klára þetta 3-0 eða einbeita okkur eitthvað að því. Við tökum hvern leik fyrir sig og erum núna búnir að tapa tveimur leikjum. „Við unnum fyrsta leikinn á Ásvöllum og það er enginn að segja að við getum ekki farið þangað og klárað það. Úrslitakeppnin er bara spiluð á nokkrum dögum og menn þurfa að halda áfram. Við þurfum að draga fram lengri góða kafla og fækka slæmu köflunum. Þá getum við klárað þetta. „Það verður enginn þreyttur í liðunum. Menn hafa sumarið til að hvíla sig og okkur langar í úrslitin. Það hefur enginn kvartað undan þreytu ennþá,“ sagði Einar Andri.
Olís-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira