Real í úrslit í fyrsta sinn í tólf ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2014 11:56 Real-menn höfðu ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/Getty Real Madríd er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir öruggan 4-0 sigur á ríkjandi meisturum Bayern München á Allianz-vellinum í kvöld. Real vann fyrri leikinn, 1-0, og einvígið samanlagt, 5-0. Spænska liðið gekk frá leiknum strax í fyrri hálfleik en miðvörðurinn Sergio Ramos skoraði tvö mörk eftir föst leikatriði með fjögurra mínútna millibili á 16. og 20. mínútu leiksins. Þá var verkefnið orðið nógu erfitt fyrir Bæjara en það varð ómögulegt fjórtán mínútum síðar þegar Cristiano Ronaldo skoraði þriðja markið, 3-0, eftir fallega skyndisókn og sendingu frá GarethBale. Seinni hálfleikurinn var lítil skemmtun enda úrslitin löngu ráðin og ljóst að Bayern tekst ekki að verja Meistaradeildartitilinn frekar en nokkrum öðrum liðum síðan nafni keppninnar var breytt árið 1992. Cristiano Ronaldo bætti við fjórða markinu á 90. mínútu þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu undir varnarvegg Bæjara. Sextánda mark Portúgalans sem er nú markahæstur á einu tímabili í Meistaradeildinni í sögu keppninnar. Sætur sigur hjá Real sem varð þó fyrir smá áfalli í leiknum þegar Xabi Alonso tókst að fá gult spjald í stöðunni 3-0 fyrir afskaplega klaufalega tæklingu. Hann var með gult spjald á bakinu og verður því í banni í úrslitaleiknum í Lissabon. Real Madríd hefur ekki komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í tólf ár eða síðan liðið vann Bayer Leverkusen, 2-1, í Glasgow árið 2002.Mörkin þrjú hjá Real í fyrri hálfleik: Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Real Madríd er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir öruggan 4-0 sigur á ríkjandi meisturum Bayern München á Allianz-vellinum í kvöld. Real vann fyrri leikinn, 1-0, og einvígið samanlagt, 5-0. Spænska liðið gekk frá leiknum strax í fyrri hálfleik en miðvörðurinn Sergio Ramos skoraði tvö mörk eftir föst leikatriði með fjögurra mínútna millibili á 16. og 20. mínútu leiksins. Þá var verkefnið orðið nógu erfitt fyrir Bæjara en það varð ómögulegt fjórtán mínútum síðar þegar Cristiano Ronaldo skoraði þriðja markið, 3-0, eftir fallega skyndisókn og sendingu frá GarethBale. Seinni hálfleikurinn var lítil skemmtun enda úrslitin löngu ráðin og ljóst að Bayern tekst ekki að verja Meistaradeildartitilinn frekar en nokkrum öðrum liðum síðan nafni keppninnar var breytt árið 1992. Cristiano Ronaldo bætti við fjórða markinu á 90. mínútu þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu undir varnarvegg Bæjara. Sextánda mark Portúgalans sem er nú markahæstur á einu tímabili í Meistaradeildinni í sögu keppninnar. Sætur sigur hjá Real sem varð þó fyrir smá áfalli í leiknum þegar Xabi Alonso tókst að fá gult spjald í stöðunni 3-0 fyrir afskaplega klaufalega tæklingu. Hann var með gult spjald á bakinu og verður því í banni í úrslitaleiknum í Lissabon. Real Madríd hefur ekki komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í tólf ár eða síðan liðið vann Bayer Leverkusen, 2-1, í Glasgow árið 2002.Mörkin þrjú hjá Real í fyrri hálfleik:
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira