Bílum rigndi af himnum ofan Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2014 17:15 Fellibylirnir sem gengu yfir suður- og miðvesturríki Bandaríkjanna skildu eftir sig slóð eyðileggingar og nú er orðið ljóst að minnsta kosti 28 manns týndu lífi í þeim. Byljirnir eirðu fáu og hús og bílar tókust í loft upp og dreifðust yfir stórt svæði. Í þessu myndskeiði frá Louisville í Kentucky má sjá þar sem húshlutar í tætlum hreinlega snjóa af himnum ofan og sundurkramdir bílar liggja á víðavangi. Ljóst má vera af útliti þeirra að þeir hafa flogið hátt og endað margir hverjir sem hálfgerðar pönnukökur. Á litlu svæði sjást 11 bílar afar illa útleiknir og forvitnilegt væri að vita hvað þeir ferðuðustu langt áður en þeim rigndi þarna niður. Dæmi eru reyndar um að fellibyljir hafi þeytt 18 hjóla trukkum í loft upp, svo þessir bílar hafa verið eins og leikfangabílar í höndum þeirra. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent
Fellibylirnir sem gengu yfir suður- og miðvesturríki Bandaríkjanna skildu eftir sig slóð eyðileggingar og nú er orðið ljóst að minnsta kosti 28 manns týndu lífi í þeim. Byljirnir eirðu fáu og hús og bílar tókust í loft upp og dreifðust yfir stórt svæði. Í þessu myndskeiði frá Louisville í Kentucky má sjá þar sem húshlutar í tætlum hreinlega snjóa af himnum ofan og sundurkramdir bílar liggja á víðavangi. Ljóst má vera af útliti þeirra að þeir hafa flogið hátt og endað margir hverjir sem hálfgerðar pönnukökur. Á litlu svæði sjást 11 bílar afar illa útleiknir og forvitnilegt væri að vita hvað þeir ferðuðustu langt áður en þeim rigndi þarna niður. Dæmi eru reyndar um að fellibyljir hafi þeytt 18 hjóla trukkum í loft upp, svo þessir bílar hafa verið eins og leikfangabílar í höndum þeirra.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent