Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 31-27 | Sterkur sigur Eyjamanna Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 10. apríl 2014 12:06 Vísir/Vilhelm Eyjamenn tóku tvö stig af Völsurum í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í kvöld en leiknum lauk með fjögurra marka sigri, 31-27. Valsarar höfðu farið illa með Eyjamenn á tímabilinu og leit allt út fyrir það að sú saga myndi endurtaka sig í upphafi leiks en gestunum tókst að komast tveimur mörkum á undan Eyjamönnum í upphafi leiks og héldu þeirri forystu fram í miðjan fyrri hálfleikinn. Eyjamenn voru þremur mörkum undir, 3-6, en þá tóku þeir við sér og skoruðu fjögur næstu mörk leiksins og komu sér yfir. Þá tók Ólafur Stefánsson leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Gestirnir mættu þá aftur sterkir til leiks eftir leikhléið en þeim tókst að komast yfir, 11-13, með mörkum frá Sveini Aroni Sveinssyni sem átti mjög góðan leik fyrir Valsara. Staðan í hálfleik var 14-14 eftir að vörn Eyjamanna hafði smollið saman undir lok hálfleiksins. Eyjamenn skoruðu fimm af fyrstu sjö mörkum seinni hálfleiks, áður en að Valsarar skoruðu þrjú næstu þrjú og jöfnuðu leikinn aftur. Hlynur Morthens varði þrettán bolta í marki Valsara en flestir þeirra voru á mikilvægum tímapunktum í leiknum. Eyjamenn juku forystuna jafnt og þétt eftir því sem leið á leikinn og var forskotið orðið fjögur mörk þegar að fimm mínútur voru eftir af leiknum, á þeim mínútum tókst hvorugu liðinu að skora mark og fjögurra marka sigur Eyjamanna 31-27, því staðreynd. Stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu Riddararnir áttu stóran þátt í góðum seinni hálfleik Eyjamanna en þeir létu vel í sér heyra á pöllunum. Haukar náðu jafntefli við Akureyringa og eru því orðnir deildarmeistarar, vegna þess að þeir standa betur að vígi í innbyrðisviðureignum gegn Eyjamönnum. Þessi tvö lið mætast einmitt að Ásvöllum í lokaumferðinni.Arnar Pétursson: Þeir sem spiluðu voru frábærir „Þetta var gríðarlega sætt, mannskapurinn var að leggja sig 100% í verkefnið og það var gríðarlega samstaða í þessu,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, í samtali við Vísi eftir sigur sinna manna gegn Völsurum fyrr í kvöld. „Maggi verður frá og Dagur meiddist í gær en þeir sem mættu leiks voru frábærir. Andri Heimir meiðist í dag og það gæti verið að bátsbeinið væri brotið, en samt klárar hann leikinn og gerir það frábærlega,“ sagði Arnar en Magnús Stefánsson mun verða eitthvað frá og er óvíst með þátttöku hans í úrslitakeppninni. „Við vorum klókir, spiluðum flottan og agaðan sóknarleik. Það er stutt í næsta leik við þá, þetta verða hörkuleikir.“Ólafur Stefánsson: Þeir áttu þetta skilið „ÍBV er með frábært lið, þeir spiluðu þetta vel og eru góðir í sókn. Þeir áttu þetta skilið,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsara, eftir ósigur í Vestmannaeyjum. „Þeir voru að spila betur og við spiluðum líka verr, þeir spiluðu vel og til hamingju með það,“ sagði Ólafur en Valsarar hafa haft tak á Eyjamönnum í vetur þar til í kvöld. „Hver leikur skiptir máli fyrir okkur, við viljum alltaf komast eitt skref áfram. Við tókum skref aftur á bak í þessum leik og þurfum að ná okkur á strik strax.“ Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Eyjamenn tóku tvö stig af Völsurum í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í kvöld en leiknum lauk með fjögurra marka sigri, 31-27. Valsarar höfðu farið illa með Eyjamenn á tímabilinu og leit allt út fyrir það að sú saga myndi endurtaka sig í upphafi leiks en gestunum tókst að komast tveimur mörkum á undan Eyjamönnum í upphafi leiks og héldu þeirri forystu fram í miðjan fyrri hálfleikinn. Eyjamenn voru þremur mörkum undir, 3-6, en þá tóku þeir við sér og skoruðu fjögur næstu mörk leiksins og komu sér yfir. Þá tók Ólafur Stefánsson leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Gestirnir mættu þá aftur sterkir til leiks eftir leikhléið en þeim tókst að komast yfir, 11-13, með mörkum frá Sveini Aroni Sveinssyni sem átti mjög góðan leik fyrir Valsara. Staðan í hálfleik var 14-14 eftir að vörn Eyjamanna hafði smollið saman undir lok hálfleiksins. Eyjamenn skoruðu fimm af fyrstu sjö mörkum seinni hálfleiks, áður en að Valsarar skoruðu þrjú næstu þrjú og jöfnuðu leikinn aftur. Hlynur Morthens varði þrettán bolta í marki Valsara en flestir þeirra voru á mikilvægum tímapunktum í leiknum. Eyjamenn juku forystuna jafnt og þétt eftir því sem leið á leikinn og var forskotið orðið fjögur mörk þegar að fimm mínútur voru eftir af leiknum, á þeim mínútum tókst hvorugu liðinu að skora mark og fjögurra marka sigur Eyjamanna 31-27, því staðreynd. Stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu Riddararnir áttu stóran þátt í góðum seinni hálfleik Eyjamanna en þeir létu vel í sér heyra á pöllunum. Haukar náðu jafntefli við Akureyringa og eru því orðnir deildarmeistarar, vegna þess að þeir standa betur að vígi í innbyrðisviðureignum gegn Eyjamönnum. Þessi tvö lið mætast einmitt að Ásvöllum í lokaumferðinni.Arnar Pétursson: Þeir sem spiluðu voru frábærir „Þetta var gríðarlega sætt, mannskapurinn var að leggja sig 100% í verkefnið og það var gríðarlega samstaða í þessu,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, í samtali við Vísi eftir sigur sinna manna gegn Völsurum fyrr í kvöld. „Maggi verður frá og Dagur meiddist í gær en þeir sem mættu leiks voru frábærir. Andri Heimir meiðist í dag og það gæti verið að bátsbeinið væri brotið, en samt klárar hann leikinn og gerir það frábærlega,“ sagði Arnar en Magnús Stefánsson mun verða eitthvað frá og er óvíst með þátttöku hans í úrslitakeppninni. „Við vorum klókir, spiluðum flottan og agaðan sóknarleik. Það er stutt í næsta leik við þá, þetta verða hörkuleikir.“Ólafur Stefánsson: Þeir áttu þetta skilið „ÍBV er með frábært lið, þeir spiluðu þetta vel og eru góðir í sókn. Þeir áttu þetta skilið,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsara, eftir ósigur í Vestmannaeyjum. „Þeir voru að spila betur og við spiluðum líka verr, þeir spiluðu vel og til hamingju með það,“ sagði Ólafur en Valsarar hafa haft tak á Eyjamönnum í vetur þar til í kvöld. „Hver leikur skiptir máli fyrir okkur, við viljum alltaf komast eitt skref áfram. Við tókum skref aftur á bak í þessum leik og þurfum að ná okkur á strik strax.“
Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira