Upp skíðabrekku á kappakstursbíl Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2014 08:45 Jon Olsson er þekktur meðal bílaáhugmanna auk þess að vera margverðlaunaður Freestyle skíðamaður. Hann hefur í seinni tíð skapað sér frægð fyrir akstur hinna ýmsu gæðabíla á snævi þöktu undirlagi í heimlandi sínu, Svíþjóð. Hann hefur við þær aðstæður aðallega ekið Audi og Lamborghini bílum og einhverra hluta vegna er hann þá ávallt með Red Bull derhúfu. Hér í þessu myndskeiði ekur hann hinsvegar Rebellion R2K bíl sem er 600 hestöfl upp skíðabrekku, en það er harla óvenjulegt að sjá slíkan kappakstursbíl glíma við snjó, hvað þó að fara upp skíðabrekku. Honum gengur það reyndar ágætlega enda brautin vel þjöppuð og bíllinn á grófum vetrardekkjum. Það eru líklega aldrei leiðinlegir dagar hjá hinum sænska Jon Olsson. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Jon Olsson er þekktur meðal bílaáhugmanna auk þess að vera margverðlaunaður Freestyle skíðamaður. Hann hefur í seinni tíð skapað sér frægð fyrir akstur hinna ýmsu gæðabíla á snævi þöktu undirlagi í heimlandi sínu, Svíþjóð. Hann hefur við þær aðstæður aðallega ekið Audi og Lamborghini bílum og einhverra hluta vegna er hann þá ávallt með Red Bull derhúfu. Hér í þessu myndskeiði ekur hann hinsvegar Rebellion R2K bíl sem er 600 hestöfl upp skíðabrekku, en það er harla óvenjulegt að sjá slíkan kappakstursbíl glíma við snjó, hvað þó að fara upp skíðabrekku. Honum gengur það reyndar ágætlega enda brautin vel þjöppuð og bíllinn á grófum vetrardekkjum. Það eru líklega aldrei leiðinlegir dagar hjá hinum sænska Jon Olsson.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent