Frá pappírsbílum í hönnun Formúlu 1 bíla Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2014 11:33 Gömul sögusögn segir; „Veldu þér starf sem þú elskar og þú munt ekki vinna einn leiðinlegan dag á ævinni“. Þá á sannarlega við þennan mann. Hann hóf ungur að árum að búa til bíla úr pappír og vakti vandvirkni hans og natni í öllum smáatriðum fljótt athygli. Hann sendi myndir af bílum sínum til Formúlu 1 liða og það varð til þess að hann vinnur nú við að hanna og framleiða yfirbyggingu bíla liðs Red Bull í Formúlu 1. Sem dæmi um vandvirkni þessa unga manns þá eru 6.500 einstakir partar í eftirlíkingu af Red Bull RB7 bíl hans. Þar má sjá nákvæma eftirlíkingu af fjöðrunarbúnaði bílsins, vatnsdælum og víraþræðingar alls bílsins. Engin smáatriði bílsins fóru framhjá honum og því var ef til vill ekki nema von að Red Bull liðið hafi hrifist af verkum hans. Hann vinnur nú í höfuðstöðvum Red Bull liðsins og tölvuteiknar öll smáatriði nýrra bíla þeirra. Draumur hans varð af veruleika því hann valdi sér að vinna við það sem honum finnst skemmtilegast og aldrei líður sá dagur að honum finnist leiðinlegt í vinnu sinni. Forvitnilegt myndskeið um þetta lífshlaup hans má sjá hér að ofan. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Gömul sögusögn segir; „Veldu þér starf sem þú elskar og þú munt ekki vinna einn leiðinlegan dag á ævinni“. Þá á sannarlega við þennan mann. Hann hóf ungur að árum að búa til bíla úr pappír og vakti vandvirkni hans og natni í öllum smáatriðum fljótt athygli. Hann sendi myndir af bílum sínum til Formúlu 1 liða og það varð til þess að hann vinnur nú við að hanna og framleiða yfirbyggingu bíla liðs Red Bull í Formúlu 1. Sem dæmi um vandvirkni þessa unga manns þá eru 6.500 einstakir partar í eftirlíkingu af Red Bull RB7 bíl hans. Þar má sjá nákvæma eftirlíkingu af fjöðrunarbúnaði bílsins, vatnsdælum og víraþræðingar alls bílsins. Engin smáatriði bílsins fóru framhjá honum og því var ef til vill ekki nema von að Red Bull liðið hafi hrifist af verkum hans. Hann vinnur nú í höfuðstöðvum Red Bull liðsins og tölvuteiknar öll smáatriði nýrra bíla þeirra. Draumur hans varð af veruleika því hann valdi sér að vinna við það sem honum finnst skemmtilegast og aldrei líður sá dagur að honum finnist leiðinlegt í vinnu sinni. Forvitnilegt myndskeið um þetta lífshlaup hans má sjá hér að ofan.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent