Nýr Evrópuflokkur tæki mest fylgi frá Sjálfstæðisflokknum Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2014 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn og þeir flokkar á Alþingi sem styðja áframhald viðræðna við Evrópusambandið gætu tapað mestu fylgi ef stofnaður yrði nýr Evrópusinnaður flokkur á hægri væng stjórnmálanna. Slíkur flokkur mælist nú með 21,5 prósenta fylgi. Þetta er önnur könnunin í röð þar sem Evrópusinnaður flokkur til hægri í stjórnmálum mælist með um 20 prósenta fylgi. Hann tæki mest frá Sjálfstæðisflokknum en einnig öðrum flokkum. Samkvæmt könnun Capacents fengi flokkur sem þessi 21,5 prósent atkvæða en 26,5 prósent þeirra sem sögðu líklegt eða öruggt að þau kysu slíkan flokk kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast, 20 prósent Samfylkinguna, 16 prósent Framsóknarflokkinn og 15 prósent Bjarta framtíð. Mjög fáir höfðu kosið Vinstri græn eða Pírata. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir þetta ekki endilega koma á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð að marka sig í stjórnarsamstarfinu með Framsóknarflokknum.Eru þetta þá að þínu mati allt óánægðir Evrópumenn innan Sjálfstæðisflokksins?„Það er erfitt að segja það. Sjálfsagt er kjarninn í þessu óánægðir Evrópumenn. En þetta kann líka að vera almenn óánægja. Þessi óstofnaði flokkur hefur gefið sig út fyrir það að vera flokkur vestrænnar samvinnu og viðskiptafrelsis. Og það kann að vera að þessi stuðningur við flokkinn komi úr báðum áttum,“ segir Gunnar Helgi. Enda virðist þessi flokkur höfða til Evrópusinna sem eftir séu í Sjálfstæðisflokknum en einnig til margra sem áður kusu Samfylkingu, Bjarta framtíð og Framsókn. „Í raun og veru má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu en Samfylkingin og Björt framtíð ekki síður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson. ESB-málið Tengdar fréttir Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Vilja nýjan hægriflokk sem yrði leiðandi afl í stjórnmálunum Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. 29. mars 2014 18:30 Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup myndu rúm 20 prósent aðspurðra kjósa nýjan Evrópusinnaðan stjórnmálaflokk hægra megin við miðju. 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013 12. apríl 2014 07:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og þeir flokkar á Alþingi sem styðja áframhald viðræðna við Evrópusambandið gætu tapað mestu fylgi ef stofnaður yrði nýr Evrópusinnaður flokkur á hægri væng stjórnmálanna. Slíkur flokkur mælist nú með 21,5 prósenta fylgi. Þetta er önnur könnunin í röð þar sem Evrópusinnaður flokkur til hægri í stjórnmálum mælist með um 20 prósenta fylgi. Hann tæki mest frá Sjálfstæðisflokknum en einnig öðrum flokkum. Samkvæmt könnun Capacents fengi flokkur sem þessi 21,5 prósent atkvæða en 26,5 prósent þeirra sem sögðu líklegt eða öruggt að þau kysu slíkan flokk kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast, 20 prósent Samfylkinguna, 16 prósent Framsóknarflokkinn og 15 prósent Bjarta framtíð. Mjög fáir höfðu kosið Vinstri græn eða Pírata. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir þetta ekki endilega koma á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð að marka sig í stjórnarsamstarfinu með Framsóknarflokknum.Eru þetta þá að þínu mati allt óánægðir Evrópumenn innan Sjálfstæðisflokksins?„Það er erfitt að segja það. Sjálfsagt er kjarninn í þessu óánægðir Evrópumenn. En þetta kann líka að vera almenn óánægja. Þessi óstofnaði flokkur hefur gefið sig út fyrir það að vera flokkur vestrænnar samvinnu og viðskiptafrelsis. Og það kann að vera að þessi stuðningur við flokkinn komi úr báðum áttum,“ segir Gunnar Helgi. Enda virðist þessi flokkur höfða til Evrópusinna sem eftir séu í Sjálfstæðisflokknum en einnig til margra sem áður kusu Samfylkingu, Bjarta framtíð og Framsókn. „Í raun og veru má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu en Samfylkingin og Björt framtíð ekki síður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson.
ESB-málið Tengdar fréttir Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Vilja nýjan hægriflokk sem yrði leiðandi afl í stjórnmálunum Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. 29. mars 2014 18:30 Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup myndu rúm 20 prósent aðspurðra kjósa nýjan Evrópusinnaðan stjórnmálaflokk hægra megin við miðju. 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013 12. apríl 2014 07:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02
Vilja nýjan hægriflokk sem yrði leiðandi afl í stjórnmálunum Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. 29. mars 2014 18:30
Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup myndu rúm 20 prósent aðspurðra kjósa nýjan Evrópusinnaðan stjórnmálaflokk hægra megin við miðju. 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013 12. apríl 2014 07:00