Nýr Evrópuflokkur tæki mest fylgi frá Sjálfstæðisflokknum Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2014 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn og þeir flokkar á Alþingi sem styðja áframhald viðræðna við Evrópusambandið gætu tapað mestu fylgi ef stofnaður yrði nýr Evrópusinnaður flokkur á hægri væng stjórnmálanna. Slíkur flokkur mælist nú með 21,5 prósenta fylgi. Þetta er önnur könnunin í röð þar sem Evrópusinnaður flokkur til hægri í stjórnmálum mælist með um 20 prósenta fylgi. Hann tæki mest frá Sjálfstæðisflokknum en einnig öðrum flokkum. Samkvæmt könnun Capacents fengi flokkur sem þessi 21,5 prósent atkvæða en 26,5 prósent þeirra sem sögðu líklegt eða öruggt að þau kysu slíkan flokk kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast, 20 prósent Samfylkinguna, 16 prósent Framsóknarflokkinn og 15 prósent Bjarta framtíð. Mjög fáir höfðu kosið Vinstri græn eða Pírata. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir þetta ekki endilega koma á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð að marka sig í stjórnarsamstarfinu með Framsóknarflokknum.Eru þetta þá að þínu mati allt óánægðir Evrópumenn innan Sjálfstæðisflokksins?„Það er erfitt að segja það. Sjálfsagt er kjarninn í þessu óánægðir Evrópumenn. En þetta kann líka að vera almenn óánægja. Þessi óstofnaði flokkur hefur gefið sig út fyrir það að vera flokkur vestrænnar samvinnu og viðskiptafrelsis. Og það kann að vera að þessi stuðningur við flokkinn komi úr báðum áttum,“ segir Gunnar Helgi. Enda virðist þessi flokkur höfða til Evrópusinna sem eftir séu í Sjálfstæðisflokknum en einnig til margra sem áður kusu Samfylkingu, Bjarta framtíð og Framsókn. „Í raun og veru má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu en Samfylkingin og Björt framtíð ekki síður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson. ESB-málið Tengdar fréttir Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Vilja nýjan hægriflokk sem yrði leiðandi afl í stjórnmálunum Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. 29. mars 2014 18:30 Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup myndu rúm 20 prósent aðspurðra kjósa nýjan Evrópusinnaðan stjórnmálaflokk hægra megin við miðju. 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013 12. apríl 2014 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og þeir flokkar á Alþingi sem styðja áframhald viðræðna við Evrópusambandið gætu tapað mestu fylgi ef stofnaður yrði nýr Evrópusinnaður flokkur á hægri væng stjórnmálanna. Slíkur flokkur mælist nú með 21,5 prósenta fylgi. Þetta er önnur könnunin í röð þar sem Evrópusinnaður flokkur til hægri í stjórnmálum mælist með um 20 prósenta fylgi. Hann tæki mest frá Sjálfstæðisflokknum en einnig öðrum flokkum. Samkvæmt könnun Capacents fengi flokkur sem þessi 21,5 prósent atkvæða en 26,5 prósent þeirra sem sögðu líklegt eða öruggt að þau kysu slíkan flokk kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast, 20 prósent Samfylkinguna, 16 prósent Framsóknarflokkinn og 15 prósent Bjarta framtíð. Mjög fáir höfðu kosið Vinstri græn eða Pírata. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir þetta ekki endilega koma á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð að marka sig í stjórnarsamstarfinu með Framsóknarflokknum.Eru þetta þá að þínu mati allt óánægðir Evrópumenn innan Sjálfstæðisflokksins?„Það er erfitt að segja það. Sjálfsagt er kjarninn í þessu óánægðir Evrópumenn. En þetta kann líka að vera almenn óánægja. Þessi óstofnaði flokkur hefur gefið sig út fyrir það að vera flokkur vestrænnar samvinnu og viðskiptafrelsis. Og það kann að vera að þessi stuðningur við flokkinn komi úr báðum áttum,“ segir Gunnar Helgi. Enda virðist þessi flokkur höfða til Evrópusinna sem eftir séu í Sjálfstæðisflokknum en einnig til margra sem áður kusu Samfylkingu, Bjarta framtíð og Framsókn. „Í raun og veru má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu en Samfylkingin og Björt framtíð ekki síður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson.
ESB-málið Tengdar fréttir Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Vilja nýjan hægriflokk sem yrði leiðandi afl í stjórnmálunum Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. 29. mars 2014 18:30 Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup myndu rúm 20 prósent aðspurðra kjósa nýjan Evrópusinnaðan stjórnmálaflokk hægra megin við miðju. 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013 12. apríl 2014 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02
Vilja nýjan hægriflokk sem yrði leiðandi afl í stjórnmálunum Í undirbúningi er stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem vill klára viðræður við Evrópusambandið. Verið er að kanna afstöðu fólks til slíks flokks í könnun sem óánægðir sjálfstæðismenn standa fyrir. 29. mars 2014 18:30
Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup myndu rúm 20 prósent aðspurðra kjósa nýjan Evrópusinnaðan stjórnmálaflokk hægra megin við miðju. 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013 12. apríl 2014 07:00