Hanna Birna segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í ESB málinu Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2014 19:30 Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í Evrópumálunum og nú sé mikilvægt að ná um þau breiðri samstöðu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stofnun evrópusinnaðs hægri flokks geta falið í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna. Ef flokkur sem þessi yrði stofnaður og héldi þessu fylgi til næstu kosninga er ljóst að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn þyrftu að hafa áhyggjur af því fylgi sem hann drægi til sín. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta sé eitthvað sem flokkurinn þurfi að íhuga. „Ef það er þannig að hluti af okkar fylgi telur sig geta átt heima annars staðar. Og það er auðvitað sérstakt áhyggjuefni og eitthvað sem við verðum að íhuga ef það tengist einu máli. Því þetta virðist vera eins máls flokkur eða framboð ef til þess kemur, sem mun þá eðlilega taka fylgi af öllum flokkum og allir flokkar þurfa þá einhvern veginn að velta því fyrir sér,“ segir Hanna Birna. Hún viðurkennir hins vegar að ríkisstjórnin hafi ekki haldið vel á evrópumálunum með tillögu utanríkisráðherra um slit viðræðna. „Og nú er það verkefni eins og við höfum sagt og það hafa allir nefnt það í ríkisstjórninni, að þetta mál í kring um Evrópusambandið nýlega hefur ekki farið nógu vel. Við fórum of hratt með það og fólk var ekki alveg að átta sig á því hvers vegna við gerðum þetta svona hratt. Nú erum við að vinna í því á þinginu og ég held að það skipti mestu máli að allir þeir sem standa innan Sjálfstæðisflokksins vinni að því sameiginlega að finna á því lausn. Og ég er sanfærð um að þinginu getur tekist að finna lausn sem verður breið og ágæt samstaða um og það skiptir miklu máli,“ segir Hanna Birna. ESB flokkur til hægri myndi samkvæmt könnun Capacent geta tekið töluvert fylgi af Samfylkingunni.Þarf hún ekki að óttast stofnun á svona flokki?„Nei ekki að óttast, ég held að það sé eðlilegt að það komi fram evrópusinnaður flokkur á hægri á hægri vængnum, ef þjóðin á ekki að fá að klára málið í þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur flokkarkerfið að brotna upp eftir evrópulínum,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Það muni fleir mál hafa áhrif því eftir hrun hafi skapast mikið vantraust á gömlu flokkana og nýir flokkar komið fram. En ef þessi flokkur yrði til væru komnir fram þrír flokkar sem styddu viðræður við ESB og jafnvel aðild að sambandinu.Þá væri komið upp nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum?„Já, ég tel að stofnun svona flokks feli í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna vegna þess að við höfum auðvitað það aðalbaráttumál að ljúka aðildarviðræðunum og koma niðurstöðum þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og þarna gæti verið bandamaður fyrir okkur til að ná því megin markmiði okkar,“ segir Helgi Hjörvar. ESB-málið Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í Evrópumálunum og nú sé mikilvægt að ná um þau breiðri samstöðu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stofnun evrópusinnaðs hægri flokks geta falið í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna. Ef flokkur sem þessi yrði stofnaður og héldi þessu fylgi til næstu kosninga er ljóst að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn þyrftu að hafa áhyggjur af því fylgi sem hann drægi til sín. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta sé eitthvað sem flokkurinn þurfi að íhuga. „Ef það er þannig að hluti af okkar fylgi telur sig geta átt heima annars staðar. Og það er auðvitað sérstakt áhyggjuefni og eitthvað sem við verðum að íhuga ef það tengist einu máli. Því þetta virðist vera eins máls flokkur eða framboð ef til þess kemur, sem mun þá eðlilega taka fylgi af öllum flokkum og allir flokkar þurfa þá einhvern veginn að velta því fyrir sér,“ segir Hanna Birna. Hún viðurkennir hins vegar að ríkisstjórnin hafi ekki haldið vel á evrópumálunum með tillögu utanríkisráðherra um slit viðræðna. „Og nú er það verkefni eins og við höfum sagt og það hafa allir nefnt það í ríkisstjórninni, að þetta mál í kring um Evrópusambandið nýlega hefur ekki farið nógu vel. Við fórum of hratt með það og fólk var ekki alveg að átta sig á því hvers vegna við gerðum þetta svona hratt. Nú erum við að vinna í því á þinginu og ég held að það skipti mestu máli að allir þeir sem standa innan Sjálfstæðisflokksins vinni að því sameiginlega að finna á því lausn. Og ég er sanfærð um að þinginu getur tekist að finna lausn sem verður breið og ágæt samstaða um og það skiptir miklu máli,“ segir Hanna Birna. ESB flokkur til hægri myndi samkvæmt könnun Capacent geta tekið töluvert fylgi af Samfylkingunni.Þarf hún ekki að óttast stofnun á svona flokki?„Nei ekki að óttast, ég held að það sé eðlilegt að það komi fram evrópusinnaður flokkur á hægri á hægri vængnum, ef þjóðin á ekki að fá að klára málið í þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur flokkarkerfið að brotna upp eftir evrópulínum,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Það muni fleir mál hafa áhrif því eftir hrun hafi skapast mikið vantraust á gömlu flokkana og nýir flokkar komið fram. En ef þessi flokkur yrði til væru komnir fram þrír flokkar sem styddu viðræður við ESB og jafnvel aðild að sambandinu.Þá væri komið upp nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum?„Já, ég tel að stofnun svona flokks feli í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna vegna þess að við höfum auðvitað það aðalbaráttumál að ljúka aðildarviðræðunum og koma niðurstöðum þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og þarna gæti verið bandamaður fyrir okkur til að ná því megin markmiði okkar,“ segir Helgi Hjörvar.
ESB-málið Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir