Metin falla í Laugardalslaug 12. apríl 2014 20:04 Hrafnhildur í lauginni í gær. vísir/valli Sundmenn hafa verið að ná fínum árangri í Laugardalslauginni á Íslandsmótinu í 50 metra laug í dag. Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur verið sérstaklega sterk. Rennum yfir það helsta sem gerðist í dag. Brynjólfur Óli Karlsson Breiðabliki setti drengjamet í 50m baksundi með tímann 29,92. Brynjólfur Óli synti greinina aftur í úrslitum en náði ekki að bæta sig enn frekar. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson háði hörkubaráttu við Kristinn Þórarinsson í greininni en sá fyrrnefndi hafði betur með 7/100 úr sekúndu. Í síðustu grein morgunsins, 4x100m fjórsundsboðsundi í blönduðum flokki (2 konur, 2 karlar) voru tvö Íslandsmet sett. Þetta er í fyrsta sinn sem Sundsambandið skráir met í þessum flokki í 50m laug svo sigurvegari fyrri riðilsins setti fyrra metið í greininni en það var B- sveit SH sem synti á tímanum 4:13,78 og voru það Kolbeinn Hrafnkelsson, Viktor Máni Vilbergsson, Snjólaug Tinna Hansdóttir og Karen Sif Vilhjálmsdóttir sem skipuðu sveitina. Í seinni riðlinum sigraði A sveit SH og bætti glænýja metið þegar þau syntu á 4:04,47 og voru það þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Ingibjörg K. Jónsdóttir og Aron Örn Stefánsson sem skipuðu þá sveit. Í úrslitum sigraði Eygló Ósk Gústafsdóttir 100m flugsund eftir einvígi við Bryndísi Rúnu Hansen sem leiddi sundið þangað til um tíu metrar voru eftir. Þá gaf Eygló í og sigraði á tímanum 1:02,10. Hrafnhildur Lúthersdóttir varð langfyrst í 200m bringusund þó hún hafi verið nokkuð frá Íslandsmeti sínu. Hún synti á 2:29,20. Í 800m skriðsundi kvenna féll telpnamet en Harpa Ingþórsdóttir úr SH setti það þegar hún synti á 8:20,94. Gamla metið var tveggja ára gamalt í eigu Birtu Maríu Falsdóttur, ÍRB. Það var 8:28,28. Í 4x100m fjórsundsboðsundi kvenna setti A-sveit SH nýtt Íslandsmet þegar hún synti á tímanum 4:16,18. Sveitina skipuðu þær Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Snjólaug Tinna Hansdóttir og Karen Sif Vilhjálmsdóttir. Gamla metið átti sveit Ægis, 4:18,19 frá því 2012. Í sömu grein setti stúlknasveit ÍRB stúlknamet en þær höfnuðu í öðru sæti á tímanum 4:35,03 en gamla metið var 4:37,15 sem sveit SH setti árið 2008. Sveit ÍRB skipuðu þær Íris Ósk Hilmarsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Sylwia Sienkiewicz og Sunneva Dögg Friðriksdóttir. Þá sló karlasveit SH Íslandsmetið í 4x100m skriðsundi þegar þeir syntu á tímanum 3:31,48. Sveitina skipuðu þeir Aron Örn Stefánsson, Kolbeinn Hrafnkelsson, Predrag Milos og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson. Gamla metið var 3:33,08 en sveit SH átti það einnig frá því fyrir tveimur árum. Þeir Aron Örn og Kolbeinn syntu einnig í þeirri sveit. Á morgun hefjast undanrásir sem fyrr kl. 10 en úrslitin eru klukkutíma fyrr, 16.30. Meðal greina á morgun 100m baksund þar sem Davíð Hildiberg og Kristinn Þórarinsson heyja enn eina baráttuna og Eygló Ósk mun reyna að bæta Íslandsmetið sitt í greininni. Sund Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Sundmenn hafa verið að ná fínum árangri í Laugardalslauginni á Íslandsmótinu í 50 metra laug í dag. Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur verið sérstaklega sterk. Rennum yfir það helsta sem gerðist í dag. Brynjólfur Óli Karlsson Breiðabliki setti drengjamet í 50m baksundi með tímann 29,92. Brynjólfur Óli synti greinina aftur í úrslitum en náði ekki að bæta sig enn frekar. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson háði hörkubaráttu við Kristinn Þórarinsson í greininni en sá fyrrnefndi hafði betur með 7/100 úr sekúndu. Í síðustu grein morgunsins, 4x100m fjórsundsboðsundi í blönduðum flokki (2 konur, 2 karlar) voru tvö Íslandsmet sett. Þetta er í fyrsta sinn sem Sundsambandið skráir met í þessum flokki í 50m laug svo sigurvegari fyrri riðilsins setti fyrra metið í greininni en það var B- sveit SH sem synti á tímanum 4:13,78 og voru það Kolbeinn Hrafnkelsson, Viktor Máni Vilbergsson, Snjólaug Tinna Hansdóttir og Karen Sif Vilhjálmsdóttir sem skipuðu sveitina. Í seinni riðlinum sigraði A sveit SH og bætti glænýja metið þegar þau syntu á 4:04,47 og voru það þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Ingibjörg K. Jónsdóttir og Aron Örn Stefánsson sem skipuðu þá sveit. Í úrslitum sigraði Eygló Ósk Gústafsdóttir 100m flugsund eftir einvígi við Bryndísi Rúnu Hansen sem leiddi sundið þangað til um tíu metrar voru eftir. Þá gaf Eygló í og sigraði á tímanum 1:02,10. Hrafnhildur Lúthersdóttir varð langfyrst í 200m bringusund þó hún hafi verið nokkuð frá Íslandsmeti sínu. Hún synti á 2:29,20. Í 800m skriðsundi kvenna féll telpnamet en Harpa Ingþórsdóttir úr SH setti það þegar hún synti á 8:20,94. Gamla metið var tveggja ára gamalt í eigu Birtu Maríu Falsdóttur, ÍRB. Það var 8:28,28. Í 4x100m fjórsundsboðsundi kvenna setti A-sveit SH nýtt Íslandsmet þegar hún synti á tímanum 4:16,18. Sveitina skipuðu þær Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Snjólaug Tinna Hansdóttir og Karen Sif Vilhjálmsdóttir. Gamla metið átti sveit Ægis, 4:18,19 frá því 2012. Í sömu grein setti stúlknasveit ÍRB stúlknamet en þær höfnuðu í öðru sæti á tímanum 4:35,03 en gamla metið var 4:37,15 sem sveit SH setti árið 2008. Sveit ÍRB skipuðu þær Íris Ósk Hilmarsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Sylwia Sienkiewicz og Sunneva Dögg Friðriksdóttir. Þá sló karlasveit SH Íslandsmetið í 4x100m skriðsundi þegar þeir syntu á tímanum 3:31,48. Sveitina skipuðu þeir Aron Örn Stefánsson, Kolbeinn Hrafnkelsson, Predrag Milos og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson. Gamla metið var 3:33,08 en sveit SH átti það einnig frá því fyrir tveimur árum. Þeir Aron Örn og Kolbeinn syntu einnig í þeirri sveit. Á morgun hefjast undanrásir sem fyrr kl. 10 en úrslitin eru klukkutíma fyrr, 16.30. Meðal greina á morgun 100m baksund þar sem Davíð Hildiberg og Kristinn Þórarinsson heyja enn eina baráttuna og Eygló Ósk mun reyna að bæta Íslandsmetið sitt í greininni.
Sund Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira