Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Karl Lúðvíksson skrifar 14. apríl 2014 13:55 Thomas Za með stærðarurriða úr Þingvallavatni í fyrra sumar Ágætis veiði hefur verið á flestum svæðum þar sem sjóbirting er að finna en það er helst að veður hafi gert veiðimönnum erfitt fyrir. Flest veiðisvæðin á austanverðu landinu hafa verið fín þó að Tungulækur beri þar höfuð og herðar hvað varðar veiðitölur en feyknagóð veiði hefur verið þar frá opnun. Á suðurlandi er ekki mikið veitt nema í Varmá en þar hafa mjög vænar bleikjur komið í bland við sjóbirtingin og oft eru bleikjurnar stærri. Litlaá í Keldum hefur verið afbragðsgóð það sem af er vertíðar og sama má segja um Húseyjakvísl. Sú tíð þegar alur fiskur var drepinn virðist sem betur fer liðinn og ef þróunin verður áfram eins og hún hefur verið má reikna með því að fjöldi birtinga sem verður um og yfir 20 pundin fari að hækka hratt. Það styttist í opnun Þingvallavatns og Elliðavatns en víst er að margir bíða spenntir eftir því að komast í stóru urriðana í Þingvallavatni og eins verður forvitnilegt að sjá hvort veiðimenn fylgi þeirri reglu að veiða eingöngu á flugu. Dráp á urriðanum hefur lengi verið rætt og fordæmt enda um að ræða stofn sem á undir högg að sækja. Stangveiði Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Hítará í góðum málum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði
Ágætis veiði hefur verið á flestum svæðum þar sem sjóbirting er að finna en það er helst að veður hafi gert veiðimönnum erfitt fyrir. Flest veiðisvæðin á austanverðu landinu hafa verið fín þó að Tungulækur beri þar höfuð og herðar hvað varðar veiðitölur en feyknagóð veiði hefur verið þar frá opnun. Á suðurlandi er ekki mikið veitt nema í Varmá en þar hafa mjög vænar bleikjur komið í bland við sjóbirtingin og oft eru bleikjurnar stærri. Litlaá í Keldum hefur verið afbragðsgóð það sem af er vertíðar og sama má segja um Húseyjakvísl. Sú tíð þegar alur fiskur var drepinn virðist sem betur fer liðinn og ef þróunin verður áfram eins og hún hefur verið má reikna með því að fjöldi birtinga sem verður um og yfir 20 pundin fari að hækka hratt. Það styttist í opnun Þingvallavatns og Elliðavatns en víst er að margir bíða spenntir eftir því að komast í stóru urriðana í Þingvallavatni og eins verður forvitnilegt að sjá hvort veiðimenn fylgi þeirri reglu að veiða eingöngu á flugu. Dráp á urriðanum hefur lengi verið rætt og fordæmt enda um að ræða stofn sem á undir högg að sækja.
Stangveiði Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Hítará í góðum málum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði