Peugeot-Citroën mun fækka bílgerðum Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2014 15:29 Carlos Tavares forstjóri Peugeot-Citroën. Það er líklega ekki gott að tapa 1.125 milljörðum króna, en það hefur bílaframleiðandinn Peugeot-Citroën gert á síðastliðnum 2 árum. Því hefur fyrirtækið upplýst um viðreisnaráætlun sem felur meðal annars í sér fækkun bílgerða fyrirtæksins úr 45 í 26 fram til ársins 2020. Peugeot-Citroën hefur trú á því að bílar þeirra verði betri ef þeim fækkar þar sem allur fókus og þróunarkostnaður beinist að færri afurðum. Peugeot-Citroën ætlar að leggja mikla áherslu á Kínamarkað og Asíu almennt, en eins og kunnugt er keypti kínverski bílaframleiðandinn Dongfeng 7% í Peugeot-Citroën nýverið. Einnig verður herjað af meiri krafti en áður á Rússlandsmarkað og S-Ameríku. Í viðreisnaráætlun Peugeot-Citroën er gert ráð fyrir að taprekstri fyrirtækisins muni ljúka árið 2016. Vonandi gengur það eftir en viðbrögð markaðarins, bæði við uppgjöri Peugeot-Citroën og viðreisnaráætluninni, voru þau að hlutabréf í Peugeot-Citroën lækkuðu um 4,5%. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent
Það er líklega ekki gott að tapa 1.125 milljörðum króna, en það hefur bílaframleiðandinn Peugeot-Citroën gert á síðastliðnum 2 árum. Því hefur fyrirtækið upplýst um viðreisnaráætlun sem felur meðal annars í sér fækkun bílgerða fyrirtæksins úr 45 í 26 fram til ársins 2020. Peugeot-Citroën hefur trú á því að bílar þeirra verði betri ef þeim fækkar þar sem allur fókus og þróunarkostnaður beinist að færri afurðum. Peugeot-Citroën ætlar að leggja mikla áherslu á Kínamarkað og Asíu almennt, en eins og kunnugt er keypti kínverski bílaframleiðandinn Dongfeng 7% í Peugeot-Citroën nýverið. Einnig verður herjað af meiri krafti en áður á Rússlandsmarkað og S-Ameríku. Í viðreisnaráætlun Peugeot-Citroën er gert ráð fyrir að taprekstri fyrirtækisins muni ljúka árið 2016. Vonandi gengur það eftir en viðbrögð markaðarins, bæði við uppgjöri Peugeot-Citroën og viðreisnaráætluninni, voru þau að hlutabréf í Peugeot-Citroën lækkuðu um 4,5%.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent