Allt undir í Breiðholtinu: ÍR getur farið í fall-umspil eða úrslitakeppnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. apríl 2014 16:45 Sturla Ásgeirsson og félagar í ÍR þurfa að vinna í kvöld. Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld. Spennan er mikil þar sem enn er barist um þriðja til sjöunda sæti deildarinnar og geta lið svo sannarlega haft sætaskipti í kvöld. ÍR er í áhugaverðri stöðu því liðið getur komist í úrslitakeppnina, haldið sæti sínu án þess að komast í hana eða lent í 7. sæti og farið í umspil við liðin í 1. deildinni um áframhaldandi veru í Olís-deildinni. ÍR-ingar eru í sjötta sæti með 18 stig og taka á móti FH-ingum sem sem eru sæti ofar með 19 stig. Framarar eru í fjórða sæti, síðasta úrslitakeppnissætinu, með 20 stig. Breiðhyltingar taka á móti FH í kvöld í Austurbergi en leikurinn hefst klukkan 19.30. Með sigri kemst ÍR í 20 stig og jafnar Fram að stigum svo framarlega að Fram nær ekki í stig gegn erkifjendum sínum í Val á útivelli í kvöld. ÍR batt enda á fjögurra leikja taphrinu í síðustu umferð þegar liðið vann Fram í Safamýri og er því með betri árangur í innbyrðis viðureignum. Sigur í kvöld og tap hjá Fram þýðir sem sagt að ÍR kemst í úrslitakeppnina þar sem liðið myndi mæta deildar- og bikarmeisturum Hauka. Vinni FH aftur á móti í kvöld getur það komist í úrslitakeppnina. Jafntefli dugar FH en þá þarf það að treysta á að Valur vinni Fram. Framarar eru einnig undir í innbyrðisviðureignum sínum gegn FH og missa af úrslitakeppninni jafni Hafnfirðingarnir þá að stigum. En það er ekki bara úrslitakeppnin sem ÍR þarf að hugsa um heldur einnig fall-umspilið. Tapi ÍR í kvöld og Akureyri vinnur botnlið HK, sem verður að teljast ansi líklegt, jafnar Akureyri ÍR-inga að stigum. Akureyri vann tvo af þremur leikjum sínum gegn ÍR í vetur og er því yfir í innbyrðisviðureignum liðanna. Jafntefli forðar ÍR frá umspilinu sama hvað en tap gæti þýtt meiri spennu í Breiðholtinu fram á sumar.Til að komast í úrslitakeppnina þarf ÍR að vinna FH og treysta á að Valur vinni Fram.Til að halda sæti sínu í deildinni þarf ÍR a.m.k. að gera jafntefli í kvöld en tap er í lagi ef HK nær stigi af Akureyri.Til að enda í sjöunda sæti og fara í umspilið þyrfti ÍR að tapa í kvöld og Akureyri að vinna HK. Olís-deild karla Tengdar fréttir Lokabaráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni er í kvöld Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld en þar munu þrjú lið berjast um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. 14. apríl 2014 14:30 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld. Spennan er mikil þar sem enn er barist um þriðja til sjöunda sæti deildarinnar og geta lið svo sannarlega haft sætaskipti í kvöld. ÍR er í áhugaverðri stöðu því liðið getur komist í úrslitakeppnina, haldið sæti sínu án þess að komast í hana eða lent í 7. sæti og farið í umspil við liðin í 1. deildinni um áframhaldandi veru í Olís-deildinni. ÍR-ingar eru í sjötta sæti með 18 stig og taka á móti FH-ingum sem sem eru sæti ofar með 19 stig. Framarar eru í fjórða sæti, síðasta úrslitakeppnissætinu, með 20 stig. Breiðhyltingar taka á móti FH í kvöld í Austurbergi en leikurinn hefst klukkan 19.30. Með sigri kemst ÍR í 20 stig og jafnar Fram að stigum svo framarlega að Fram nær ekki í stig gegn erkifjendum sínum í Val á útivelli í kvöld. ÍR batt enda á fjögurra leikja taphrinu í síðustu umferð þegar liðið vann Fram í Safamýri og er því með betri árangur í innbyrðis viðureignum. Sigur í kvöld og tap hjá Fram þýðir sem sagt að ÍR kemst í úrslitakeppnina þar sem liðið myndi mæta deildar- og bikarmeisturum Hauka. Vinni FH aftur á móti í kvöld getur það komist í úrslitakeppnina. Jafntefli dugar FH en þá þarf það að treysta á að Valur vinni Fram. Framarar eru einnig undir í innbyrðisviðureignum sínum gegn FH og missa af úrslitakeppninni jafni Hafnfirðingarnir þá að stigum. En það er ekki bara úrslitakeppnin sem ÍR þarf að hugsa um heldur einnig fall-umspilið. Tapi ÍR í kvöld og Akureyri vinnur botnlið HK, sem verður að teljast ansi líklegt, jafnar Akureyri ÍR-inga að stigum. Akureyri vann tvo af þremur leikjum sínum gegn ÍR í vetur og er því yfir í innbyrðisviðureignum liðanna. Jafntefli forðar ÍR frá umspilinu sama hvað en tap gæti þýtt meiri spennu í Breiðholtinu fram á sumar.Til að komast í úrslitakeppnina þarf ÍR að vinna FH og treysta á að Valur vinni Fram.Til að halda sæti sínu í deildinni þarf ÍR a.m.k. að gera jafntefli í kvöld en tap er í lagi ef HK nær stigi af Akureyri.Til að enda í sjöunda sæti og fara í umspilið þyrfti ÍR að tapa í kvöld og Akureyri að vinna HK.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Lokabaráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni er í kvöld Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld en þar munu þrjú lið berjast um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. 14. apríl 2014 14:30 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Lokabaráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni er í kvöld Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld en þar munu þrjú lið berjast um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. 14. apríl 2014 14:30