Allt undir í Breiðholtinu: ÍR getur farið í fall-umspil eða úrslitakeppnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. apríl 2014 16:45 Sturla Ásgeirsson og félagar í ÍR þurfa að vinna í kvöld. Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld. Spennan er mikil þar sem enn er barist um þriðja til sjöunda sæti deildarinnar og geta lið svo sannarlega haft sætaskipti í kvöld. ÍR er í áhugaverðri stöðu því liðið getur komist í úrslitakeppnina, haldið sæti sínu án þess að komast í hana eða lent í 7. sæti og farið í umspil við liðin í 1. deildinni um áframhaldandi veru í Olís-deildinni. ÍR-ingar eru í sjötta sæti með 18 stig og taka á móti FH-ingum sem sem eru sæti ofar með 19 stig. Framarar eru í fjórða sæti, síðasta úrslitakeppnissætinu, með 20 stig. Breiðhyltingar taka á móti FH í kvöld í Austurbergi en leikurinn hefst klukkan 19.30. Með sigri kemst ÍR í 20 stig og jafnar Fram að stigum svo framarlega að Fram nær ekki í stig gegn erkifjendum sínum í Val á útivelli í kvöld. ÍR batt enda á fjögurra leikja taphrinu í síðustu umferð þegar liðið vann Fram í Safamýri og er því með betri árangur í innbyrðis viðureignum. Sigur í kvöld og tap hjá Fram þýðir sem sagt að ÍR kemst í úrslitakeppnina þar sem liðið myndi mæta deildar- og bikarmeisturum Hauka. Vinni FH aftur á móti í kvöld getur það komist í úrslitakeppnina. Jafntefli dugar FH en þá þarf það að treysta á að Valur vinni Fram. Framarar eru einnig undir í innbyrðisviðureignum sínum gegn FH og missa af úrslitakeppninni jafni Hafnfirðingarnir þá að stigum. En það er ekki bara úrslitakeppnin sem ÍR þarf að hugsa um heldur einnig fall-umspilið. Tapi ÍR í kvöld og Akureyri vinnur botnlið HK, sem verður að teljast ansi líklegt, jafnar Akureyri ÍR-inga að stigum. Akureyri vann tvo af þremur leikjum sínum gegn ÍR í vetur og er því yfir í innbyrðisviðureignum liðanna. Jafntefli forðar ÍR frá umspilinu sama hvað en tap gæti þýtt meiri spennu í Breiðholtinu fram á sumar.Til að komast í úrslitakeppnina þarf ÍR að vinna FH og treysta á að Valur vinni Fram.Til að halda sæti sínu í deildinni þarf ÍR a.m.k. að gera jafntefli í kvöld en tap er í lagi ef HK nær stigi af Akureyri.Til að enda í sjöunda sæti og fara í umspilið þyrfti ÍR að tapa í kvöld og Akureyri að vinna HK. Olís-deild karla Tengdar fréttir Lokabaráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni er í kvöld Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld en þar munu þrjú lið berjast um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. 14. apríl 2014 14:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld. Spennan er mikil þar sem enn er barist um þriðja til sjöunda sæti deildarinnar og geta lið svo sannarlega haft sætaskipti í kvöld. ÍR er í áhugaverðri stöðu því liðið getur komist í úrslitakeppnina, haldið sæti sínu án þess að komast í hana eða lent í 7. sæti og farið í umspil við liðin í 1. deildinni um áframhaldandi veru í Olís-deildinni. ÍR-ingar eru í sjötta sæti með 18 stig og taka á móti FH-ingum sem sem eru sæti ofar með 19 stig. Framarar eru í fjórða sæti, síðasta úrslitakeppnissætinu, með 20 stig. Breiðhyltingar taka á móti FH í kvöld í Austurbergi en leikurinn hefst klukkan 19.30. Með sigri kemst ÍR í 20 stig og jafnar Fram að stigum svo framarlega að Fram nær ekki í stig gegn erkifjendum sínum í Val á útivelli í kvöld. ÍR batt enda á fjögurra leikja taphrinu í síðustu umferð þegar liðið vann Fram í Safamýri og er því með betri árangur í innbyrðis viðureignum. Sigur í kvöld og tap hjá Fram þýðir sem sagt að ÍR kemst í úrslitakeppnina þar sem liðið myndi mæta deildar- og bikarmeisturum Hauka. Vinni FH aftur á móti í kvöld getur það komist í úrslitakeppnina. Jafntefli dugar FH en þá þarf það að treysta á að Valur vinni Fram. Framarar eru einnig undir í innbyrðisviðureignum sínum gegn FH og missa af úrslitakeppninni jafni Hafnfirðingarnir þá að stigum. En það er ekki bara úrslitakeppnin sem ÍR þarf að hugsa um heldur einnig fall-umspilið. Tapi ÍR í kvöld og Akureyri vinnur botnlið HK, sem verður að teljast ansi líklegt, jafnar Akureyri ÍR-inga að stigum. Akureyri vann tvo af þremur leikjum sínum gegn ÍR í vetur og er því yfir í innbyrðisviðureignum liðanna. Jafntefli forðar ÍR frá umspilinu sama hvað en tap gæti þýtt meiri spennu í Breiðholtinu fram á sumar.Til að komast í úrslitakeppnina þarf ÍR að vinna FH og treysta á að Valur vinni Fram.Til að halda sæti sínu í deildinni þarf ÍR a.m.k. að gera jafntefli í kvöld en tap er í lagi ef HK nær stigi af Akureyri.Til að enda í sjöunda sæti og fara í umspilið þyrfti ÍR að tapa í kvöld og Akureyri að vinna HK.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Lokabaráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni er í kvöld Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld en þar munu þrjú lið berjast um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. 14. apríl 2014 14:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Lokabaráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni er í kvöld Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld en þar munu þrjú lið berjast um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. 14. apríl 2014 14:30
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni