1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands Karl Lúðvíksson skrifar 15. apríl 2014 08:22 Vetrarríki undir 2 metra þykkum ís í Vatnsdalsvatni Mynd: Gústaf Gústafsson Nú eru ekki nema tvær vikur í að vatnaveiðin hefjist samkvæmt almanaki en útlit er fyrir að mörg vötn verði óveiðanleg eitthvað inní maí vegna íss. Einstaklega kaldur og langur vetur á þessum slóðum hefur fryst mörg vötnin niður á 1-2 metra dýpi og stundum meira. Við erum ekki einu sinni að tala um vötn á hálendi heldur þau sem eru inní dölum á inní landi, flest þessara vatna fyrir vestan og norðan eru ennþá ísilögð og sum með 1-2 metra þykkum ís. Gústaf Gústafsson fór ásamt félögum fyrir stuttu í Vatnsdalsvatn við Súgandafjörð í ísdorg og það tók þá langan tíma að komast í gegnum ísinn sem var um 2 metra þykkur. Ekki fór mikið fyrir aflabrögðum en nokkrar myndir voru teknar undir ísinn sem sýnir magnað landslag í vetrarríki vatnsins og hægra megin á myndinni sést bleikja synda um ísblokkirnar. Þessar ísblokkir ná niður á 1-2 metra dýpi og það þarf nokkurn tíma til bræða þennan ís í burtu og gera vötnin veiðanleg. Líklegast verða vötnin á þessum slóðum ekki klár fyrir veiði fyrr en um miðjan maí. Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði
Nú eru ekki nema tvær vikur í að vatnaveiðin hefjist samkvæmt almanaki en útlit er fyrir að mörg vötn verði óveiðanleg eitthvað inní maí vegna íss. Einstaklega kaldur og langur vetur á þessum slóðum hefur fryst mörg vötnin niður á 1-2 metra dýpi og stundum meira. Við erum ekki einu sinni að tala um vötn á hálendi heldur þau sem eru inní dölum á inní landi, flest þessara vatna fyrir vestan og norðan eru ennþá ísilögð og sum með 1-2 metra þykkum ís. Gústaf Gústafsson fór ásamt félögum fyrir stuttu í Vatnsdalsvatn við Súgandafjörð í ísdorg og það tók þá langan tíma að komast í gegnum ísinn sem var um 2 metra þykkur. Ekki fór mikið fyrir aflabrögðum en nokkrar myndir voru teknar undir ísinn sem sýnir magnað landslag í vetrarríki vatnsins og hægra megin á myndinni sést bleikja synda um ísblokkirnar. Þessar ísblokkir ná niður á 1-2 metra dýpi og það þarf nokkurn tíma til bræða þennan ís í burtu og gera vötnin veiðanleg. Líklegast verða vötnin á þessum slóðum ekki klár fyrir veiði fyrr en um miðjan maí.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði