Næsti Discovery Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2014 09:30 Land Rover Discovery bíllinn sem sýndur verður á bílasýningunni í New York. Land Rover hefur undanfarinn mánuð strítt bílaáhugamönnum með takmörkuðum svipmyndum af hugmyndabíl næstu gerðar Land Rover Discovery. Nú er Land Rover hinsvegar búið að birta mynda af bílnum í öllu sínu veldi. Afar stutt er í að þessi bíll verði sýndur almenningi, þ.e. á bílasýningunni í New York sem opnar á morgun, 16. apríl. Land Rover ítrekar að þessi bíll sé enn aðeins hugmyndabíll, hann gefi engu að síður til kynna framtíðarútlit Discovery, en ennfremur gætu orðið til nokkrar gerðir af Discovery. Þessi nýi Discovery getur tekið allt að 7 manns í sæti og hann verður hlaðinn nýjustu tækni, svo sem lazer-aðalljósum og „gegnsæu húddi“ þar sem ökumaður sér veginn undir framenda bílsins með aðstoð myndavéla, svo fátt eitt sé nefnt. Afturhurð bílsins opnast að framanverðu og er slíkt hurðafyrirkomulag oft kallað "suicide doors". Hurðirnar eru án handfanga, en ólíklegt er að endanlegur framleiðslubíll verði þannig. Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent
Land Rover hefur undanfarinn mánuð strítt bílaáhugamönnum með takmörkuðum svipmyndum af hugmyndabíl næstu gerðar Land Rover Discovery. Nú er Land Rover hinsvegar búið að birta mynda af bílnum í öllu sínu veldi. Afar stutt er í að þessi bíll verði sýndur almenningi, þ.e. á bílasýningunni í New York sem opnar á morgun, 16. apríl. Land Rover ítrekar að þessi bíll sé enn aðeins hugmyndabíll, hann gefi engu að síður til kynna framtíðarútlit Discovery, en ennfremur gætu orðið til nokkrar gerðir af Discovery. Þessi nýi Discovery getur tekið allt að 7 manns í sæti og hann verður hlaðinn nýjustu tækni, svo sem lazer-aðalljósum og „gegnsæu húddi“ þar sem ökumaður sér veginn undir framenda bílsins með aðstoð myndavéla, svo fátt eitt sé nefnt. Afturhurð bílsins opnast að framanverðu og er slíkt hurðafyrirkomulag oft kallað "suicide doors". Hurðirnar eru án handfanga, en ólíklegt er að endanlegur framleiðslubíll verði þannig.
Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent