Hyundai i10 slær í gegn í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2014 12:30 Hyundai i10 sópar til sín verðlaunum. Það eru ekki nema fjórir mánuðir síðan Hyundai kynnti nýjustu gerð Hyundai i10 til sögunnar í Evrópu en strax hefur bíllinn slegið í gegn og selst hafa 58 þúsund eintök af bílnum á þessu stutta tíma. Hyundai i10 fékk einnig verðlaun á dögunum, hin svokölluðu Red Dot hönnunarverðlaun en 4600 vörur kepptu um verðlaunin. Þá hefur tímaritið GQ verðlaunað i10 fyrir að vera bestur í Minicar stærðarflokknum og Top Gear tímaritið hefur einnig hælt bílnum fyrir mikil gæði og hóflegt verð. Það er ekki heyglum hent að hanna smábíl sem er spennandi og endurspeglar þau gæði sem lögð eru í hann. Tilhneigingin getur verið sú að hafa smábíla fjöruga og litríka en hjá Hyundai hefur verið valin sú leið að velja gæði í gegn. Nýr Hyundai i10 er bæði útbúinn afar hagkvæmum vélum og langri ábyrgð auk þess sem staðalbúnaður bílsins er meira í takt við það sem þekkist í stærri og dýrari bílum. Hyundai i10 kostar frá kr. 1.990.000 hjá BL Kauptúni í Garðabæ. Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent
Það eru ekki nema fjórir mánuðir síðan Hyundai kynnti nýjustu gerð Hyundai i10 til sögunnar í Evrópu en strax hefur bíllinn slegið í gegn og selst hafa 58 þúsund eintök af bílnum á þessu stutta tíma. Hyundai i10 fékk einnig verðlaun á dögunum, hin svokölluðu Red Dot hönnunarverðlaun en 4600 vörur kepptu um verðlaunin. Þá hefur tímaritið GQ verðlaunað i10 fyrir að vera bestur í Minicar stærðarflokknum og Top Gear tímaritið hefur einnig hælt bílnum fyrir mikil gæði og hóflegt verð. Það er ekki heyglum hent að hanna smábíl sem er spennandi og endurspeglar þau gæði sem lögð eru í hann. Tilhneigingin getur verið sú að hafa smábíla fjöruga og litríka en hjá Hyundai hefur verið valin sú leið að velja gæði í gegn. Nýr Hyundai i10 er bæði útbúinn afar hagkvæmum vélum og langri ábyrgð auk þess sem staðalbúnaður bílsins er meira í takt við það sem þekkist í stærri og dýrari bílum. Hyundai i10 kostar frá kr. 1.990.000 hjá BL Kauptúni í Garðabæ.
Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent