Barcelona í fyrsta sinn í hættu með að missa Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2014 13:45 Lionel Messi. Vísir Þetta er búin að vera skelfileg vika fyrir Barcelona fótboltaliðið og ekki bættu fréttir spænskra fjölmiðla í morgun ástandið á Nývangi en allt snýst nú um meinta óánægju argentínska snillingsins Lionel Messi. Nýjustu fréttir úr herbúðum Barcelona eru að Lionel Messi vilji ekki skrifa undir nýjan samning við félagið og að svo gæti farið að hann færi yfir til franska liðsins Paris Saint Germain í sumar. Það er mikið óvissuástand í Barcelona eftir UEFA dæmdi félagið í bann en Börsungar mega ekki fá til sín leikmann í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Félagsskiptabannið kemur sér mjög illa núna þegar liðið þarf nauðsynlega á liðstyrk að halda. Ástandið inn á vellinum er nefnilega ekki til að hrópa húrra fyrir enda hefur liðið ekki verið sannfærandi á leiktíðinni og á síðustu dögum datt lið út úr Meistaradeildinni, tapaði óvænt skyldusigri í deildinni og lá loks í úrslitaleik spænska bikarsins á móti erkifjendunum í Real Madrid. Samkvæmt fréttum frá Spáni er himinn og haf á milli þess sem Barcelona er að bjóða Lionel Messi og það sem hann vill fá. Barcelona hefur boðið honum 6,2 milljarða íslenskra króna á ári næstu fimm árin og að félagið eigi tuttugu prósent af ímyndarétti Messi. Messi vill hinsvegar fá 15,3 milljarða íslenskra króna á ári næstu fjögur árin og að halda fullum ímyndarétti sínum. Hér munar gríðarlega miklu. Messi er víst einnig ósáttur með að Barcelona keypti Brasilíumanninn Neymar í stað þess að reyna að kaupa landa hans Sergio Aguero. Paris Saint Germain er tilbúið að kaupa upp samning Messi við Barcelona sem rennur út árið 2018. Það mun hinsvegar kosta Frakkana 250 milljónir evra og gera Messi að langdýrasta knattspyrnumanni heims. Spænski boltinn Tengdar fréttir Koke afgreiddi Barcelona | Sjáðu markið Barcelona er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. 9. apríl 2014 14:40 Bale hetja Real í bikar-Clásico Real Madrid vann erkifjendurnar í Barcelona, 2-1, í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. 16. apríl 2014 21:21 Barcelona að kasta frá sér spænska meistaratitlinum Barcelona er heldur betur að gefa eftir þessa dagana og martraðarvika þeirra var fullkomnuð í kvöld. 12. apríl 2014 00:01 Neymar meiddur | Frá í mánuð Brasilíumaðurinn Neymar meiddist þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í spænska konungsbikarnum í fótbolta í gær. Talið er að Neymar verði frá í fjórar vikur. 17. apríl 2014 17:29 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Þetta er búin að vera skelfileg vika fyrir Barcelona fótboltaliðið og ekki bættu fréttir spænskra fjölmiðla í morgun ástandið á Nývangi en allt snýst nú um meinta óánægju argentínska snillingsins Lionel Messi. Nýjustu fréttir úr herbúðum Barcelona eru að Lionel Messi vilji ekki skrifa undir nýjan samning við félagið og að svo gæti farið að hann færi yfir til franska liðsins Paris Saint Germain í sumar. Það er mikið óvissuástand í Barcelona eftir UEFA dæmdi félagið í bann en Börsungar mega ekki fá til sín leikmann í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Félagsskiptabannið kemur sér mjög illa núna þegar liðið þarf nauðsynlega á liðstyrk að halda. Ástandið inn á vellinum er nefnilega ekki til að hrópa húrra fyrir enda hefur liðið ekki verið sannfærandi á leiktíðinni og á síðustu dögum datt lið út úr Meistaradeildinni, tapaði óvænt skyldusigri í deildinni og lá loks í úrslitaleik spænska bikarsins á móti erkifjendunum í Real Madrid. Samkvæmt fréttum frá Spáni er himinn og haf á milli þess sem Barcelona er að bjóða Lionel Messi og það sem hann vill fá. Barcelona hefur boðið honum 6,2 milljarða íslenskra króna á ári næstu fimm árin og að félagið eigi tuttugu prósent af ímyndarétti Messi. Messi vill hinsvegar fá 15,3 milljarða íslenskra króna á ári næstu fjögur árin og að halda fullum ímyndarétti sínum. Hér munar gríðarlega miklu. Messi er víst einnig ósáttur með að Barcelona keypti Brasilíumanninn Neymar í stað þess að reyna að kaupa landa hans Sergio Aguero. Paris Saint Germain er tilbúið að kaupa upp samning Messi við Barcelona sem rennur út árið 2018. Það mun hinsvegar kosta Frakkana 250 milljónir evra og gera Messi að langdýrasta knattspyrnumanni heims.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Koke afgreiddi Barcelona | Sjáðu markið Barcelona er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. 9. apríl 2014 14:40 Bale hetja Real í bikar-Clásico Real Madrid vann erkifjendurnar í Barcelona, 2-1, í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. 16. apríl 2014 21:21 Barcelona að kasta frá sér spænska meistaratitlinum Barcelona er heldur betur að gefa eftir þessa dagana og martraðarvika þeirra var fullkomnuð í kvöld. 12. apríl 2014 00:01 Neymar meiddur | Frá í mánuð Brasilíumaðurinn Neymar meiddist þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í spænska konungsbikarnum í fótbolta í gær. Talið er að Neymar verði frá í fjórar vikur. 17. apríl 2014 17:29 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Koke afgreiddi Barcelona | Sjáðu markið Barcelona er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. 9. apríl 2014 14:40
Bale hetja Real í bikar-Clásico Real Madrid vann erkifjendurnar í Barcelona, 2-1, í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. 16. apríl 2014 21:21
Barcelona að kasta frá sér spænska meistaratitlinum Barcelona er heldur betur að gefa eftir þessa dagana og martraðarvika þeirra var fullkomnuð í kvöld. 12. apríl 2014 00:01
Neymar meiddur | Frá í mánuð Brasilíumaðurinn Neymar meiddist þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í spænska konungsbikarnum í fótbolta í gær. Talið er að Neymar verði frá í fjórar vikur. 17. apríl 2014 17:29