Fótbolti

Bolt um sigurmark Bale: Allir spretthlauparar hefðu verið stoltir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale.
Gareth Bale. Vísir/AFP
Usain Bolt, fljótasti maður í heimi, er mikill fótboltaáhugamaður en aðdáun hans á liði Manchester United er löngu orðin heimsfræg.

Bolt var spurður út stórbrotið sigurmark Gareth Bale á móti Barcelona í úrslitaleik spænsku bikarkeppninni en velski landsliðsmaðurinn stakk þá varnarmann Barcelona af með rosalegum spretti upp vinstri vænginn.

„Þetta var mark sem allir spretthlauparar hefðu verið stoltir af," sagði Usain Bolt í viðtali í spænska blaðinu Marca en hann hrósaði Bale mikið.

„Þetta var mjög flott mark og það væri hægt að segja svo miklu meira um það," sagði Jamaíkamaðurinn.

Bale fékk boltann á miðjunni, stakk boltanum framhjá varnarmanninum Marc Bartra og stakk hann síðan af þrátt fyrir að hlaupa miklu lengri leið (og út fyrir völlinn), áður en hann sendi boltann yfirvegað framhjá  Jose Manuel Pinto í marki Barcelona.

Markið kom á 85. mínútu leiksins og var tuttugasta markið hjá Bale á fyrsta tímabilinu á Santiago Bernabéu en hann hefur einnig lagt upp 18 mörk til viðbótar í öllum keppnum.





Vísir/Getty
Usain Bolt.Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Bale hetja Real í bikar-Clásico

Real Madrid vann erkifjendurnar í Barcelona, 2-1, í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×