Fótbolti

Börsungar snéru leiknum við á tveimur mínútum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Lionel Messi tryggði Barcelona 2-1 heimasigur á Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Börsungar urðu að vinna leikinn til að eiga möguleika á að vinna spænsku deildina.

Barcelona hafði tapað þremur síðustu leikjum sínum í öllum keppnum og útlitið var ekki alltof bjart þegar Aduriz kom Bilbao í 1-0 á 50. mínútu eftir að hafa fengið að labba inn í vítateig Börsunga.

Barcelona-liðið snéri hinsvegar leiknum við á tveggja mínútna kafla. Fyrst skoraði Pedro af stuttu færi á 72. mínútu eftir sendingu Alexis Sánchez og góðan undirbúning Dani Alves og svo skoraði Lionel Messi mark með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu.

Barcelona er fjórum stigum á eftir toppliði Atlético Madrid þegar fjórar umferðir eru eftir af spænsku deildinni.

Pedro jafnar hér leikinn.Vísir/Getty
Sigurmark Lionel Messi.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×