NBA í nótt: Spurs í metaham og Miami á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2014 09:05 San Antonio vann sinn átjánda leik í röð í NBA-deildinni í nótt og jafnaði þar með félagsmet.San Antonio vann Indiana, 103-77, en bæði lið eru meðal þeirra bestu í deildinni. Indiana hefur þó átt erfitt uppdráttar að undanförnu en liðið vann aðeins átta af sautján leikjum sínum í síðasta mánuði.Tony Parker skoraði 22 stig fyrir Spurs og Boris Diaw bætti við fjórtán en með sigrinum jafnaði félagið átján ára gamalt met.Paul George skoraði sextán stig fyrir Indiana sem hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum og misst toppsæti austurdeildarinnar til meistaranna í Miami Heat.Miami vann Toronto, 93-83. LeBron James var með 32 stig, Chris Bosh átján og þá átti Chris Andersen góðan leik en hann var með þrettán stig og nýtti öll fimm skot sín í leiknum. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem Miami er í efsta sæti austurdeildarinnar.Charlotte vann Washington, 100-94, og kom í veg fyrir að síðarnefnda liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. Aðeins þrjú lið hafa beðið lengur eftir leik í úrslitakeppni en Wizards er í sjötta sæti austurdeildarinnar og er með sæti í úrslitakeppninni innan seilingar.Kemba Walker (21/10 stoðs.) og Al Jefferson (19/11 frák.) voru báðir með tvöfalda tvennu fyrir Charlotte sem var ellefu stigum undir í fjórða leikhluta.Atlanta vann loksins sigur er liðið hafði betur gegn Philadelphia, 103-95. Atlanta hafði tapað sex leikjum í röð og heldur liðið í áttunda sæti austurdeildarinnar með naumindum. Atlanta hefur aðeins unnið sjö af síðustu 27 leikjum sínum en New York hefur verið á fínum spretti og vann Utah í nótt, 92-83. Knicks er þó enn í níunda sætinu og útlit fyrir spennandi baráttu liðanna á lokasprettinum. Spennan í sömu baráttu vestanmegin er ekki minni en Dallas, Memphis og Phoenix eru hnífjöfn í 7.-9. sæti deildarinnar. Memphis vann góðan sigur á Denver í nótt, 94-92, en hin tvö liðin spiluðu ekki í nótt.Úrslit næturinnar: Charlotte - Washington 100-94 Indiana - San Antonio 77-103 Atlanta - Philadelphia 103-95 Detroit - Milwaukee 116-111 Miami - Toronto 93-83 Chicago - Boston 94-80 Minnesota - LA Clippers 104-114 New Orleans - Sacramento 97-102 Denver - Memphis 92-94 Utah - New York 83-92 NBA Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
San Antonio vann sinn átjánda leik í röð í NBA-deildinni í nótt og jafnaði þar með félagsmet.San Antonio vann Indiana, 103-77, en bæði lið eru meðal þeirra bestu í deildinni. Indiana hefur þó átt erfitt uppdráttar að undanförnu en liðið vann aðeins átta af sautján leikjum sínum í síðasta mánuði.Tony Parker skoraði 22 stig fyrir Spurs og Boris Diaw bætti við fjórtán en með sigrinum jafnaði félagið átján ára gamalt met.Paul George skoraði sextán stig fyrir Indiana sem hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum og misst toppsæti austurdeildarinnar til meistaranna í Miami Heat.Miami vann Toronto, 93-83. LeBron James var með 32 stig, Chris Bosh átján og þá átti Chris Andersen góðan leik en hann var með þrettán stig og nýtti öll fimm skot sín í leiknum. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem Miami er í efsta sæti austurdeildarinnar.Charlotte vann Washington, 100-94, og kom í veg fyrir að síðarnefnda liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. Aðeins þrjú lið hafa beðið lengur eftir leik í úrslitakeppni en Wizards er í sjötta sæti austurdeildarinnar og er með sæti í úrslitakeppninni innan seilingar.Kemba Walker (21/10 stoðs.) og Al Jefferson (19/11 frák.) voru báðir með tvöfalda tvennu fyrir Charlotte sem var ellefu stigum undir í fjórða leikhluta.Atlanta vann loksins sigur er liðið hafði betur gegn Philadelphia, 103-95. Atlanta hafði tapað sex leikjum í röð og heldur liðið í áttunda sæti austurdeildarinnar með naumindum. Atlanta hefur aðeins unnið sjö af síðustu 27 leikjum sínum en New York hefur verið á fínum spretti og vann Utah í nótt, 92-83. Knicks er þó enn í níunda sætinu og útlit fyrir spennandi baráttu liðanna á lokasprettinum. Spennan í sömu baráttu vestanmegin er ekki minni en Dallas, Memphis og Phoenix eru hnífjöfn í 7.-9. sæti deildarinnar. Memphis vann góðan sigur á Denver í nótt, 94-92, en hin tvö liðin spiluðu ekki í nótt.Úrslit næturinnar: Charlotte - Washington 100-94 Indiana - San Antonio 77-103 Atlanta - Philadelphia 103-95 Detroit - Milwaukee 116-111 Miami - Toronto 93-83 Chicago - Boston 94-80 Minnesota - LA Clippers 104-114 New Orleans - Sacramento 97-102 Denver - Memphis 92-94 Utah - New York 83-92
NBA Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira