8,9% aukning bílasölu í mars Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2014 16:12 Sala bíla er á hægri uppleið. Sala á nýjum bílum frá 1. til 31. mars jókst um 8,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 537 samanborið við 493 í sama mánuði í fyrra, eða aukning um 44 bíla. Samtals hafa verið skráðir 1.574 fólksbílar þar sem af er árinu og er það 18,1% aukning frá fyrra ári. Þar af hafa verið nýskráðir 438 bílaleigubílar. Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja. Eftirspurn eftir nýjum bílum er í hægum en jákvæðum bata og ekki vanþörf á þar sem bílafloti landsmanna orðinn einn sá elsti í Evrópu. "Ef fram fer sem horfir munum við ná að yngja bílaflotann eitthvað á þessu ári með minna mengandi og öruggari bílum öllu til hagsbóta", segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Sala á nýjum bílum frá 1. til 31. mars jókst um 8,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 537 samanborið við 493 í sama mánuði í fyrra, eða aukning um 44 bíla. Samtals hafa verið skráðir 1.574 fólksbílar þar sem af er árinu og er það 18,1% aukning frá fyrra ári. Þar af hafa verið nýskráðir 438 bílaleigubílar. Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja. Eftirspurn eftir nýjum bílum er í hægum en jákvæðum bata og ekki vanþörf á þar sem bílafloti landsmanna orðinn einn sá elsti í Evrópu. "Ef fram fer sem horfir munum við ná að yngja bílaflotann eitthvað á þessu ári með minna mengandi og öruggari bílum öllu til hagsbóta", segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent