Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2014 10:30 Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur refsað stórliði Barcelona fyrir að brjóta reglur um félagskipti ungmenna og bannað félaginu að kaupa leikmenn næsta árið. Þessi ótrúlegu tíðindi bárust frá FIFA nú í morgun en í tilkynningu sambandsins segir að Barcelona hafi brotið reglur um félagaskipti erlendra leikmanna undir átján ára aldri. Rannsókn hefur staðið yfir undanfarið ár og er niðurstaða FIFA að bæði spænska knattspyrnusambandið og Barcelona hafi brotið þó nokkrar reglur sem gilda hjá sambandinu um skráningu erlendra leikmanna undir átján ára aldri. Brotin áttu sér stað frá 2009 til 2013 og nær til tíu leikmanna. Barcelona var enn fremur sektað um jafnvirði 57 milljóna króna og spænska sambandið um 63,5 milljónir. Áfallið er mikið fyrir Barcelona enda félagið til að mynda nýbúið að missa aðalmarkvörð sinn, Victor Valdes, í alvarleg meiðsli. Samningur hans við félagið rennur út í lok tímabilsins og hafði hann í hyggju að leita á önnur mið. Félagaskiptabannið nær yfir næstu tvo glugga, það er að segja nú í sumar og í janúar næstkomandi. Barcelona verður því ekki heimilt að kaupa nýjan leikmann til félagsins fyrr en sumarið 2015. Þetta er ekki fyrsta hneykslið sem skekur Barcelona í vetur en fyrir skömmu síðan sagði forseti félagsins, Sandro Rosell, af sér þegar upp komst að félagið hafi ekki greint rétt frá öllum samningsatriðum þegar það keypti Brasilíumanninn Neymar í sumar. Málið var tekið fyrir spænska dómskerfinu enda félagið grunað um stórfelld skattsvik. Barcelona greiddi hins vegar spænska skattinum sjálfviljugt um tvo milljarða króna og óvíst hvort það nægi til að ljúka málinu. Spænski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur refsað stórliði Barcelona fyrir að brjóta reglur um félagskipti ungmenna og bannað félaginu að kaupa leikmenn næsta árið. Þessi ótrúlegu tíðindi bárust frá FIFA nú í morgun en í tilkynningu sambandsins segir að Barcelona hafi brotið reglur um félagaskipti erlendra leikmanna undir átján ára aldri. Rannsókn hefur staðið yfir undanfarið ár og er niðurstaða FIFA að bæði spænska knattspyrnusambandið og Barcelona hafi brotið þó nokkrar reglur sem gilda hjá sambandinu um skráningu erlendra leikmanna undir átján ára aldri. Brotin áttu sér stað frá 2009 til 2013 og nær til tíu leikmanna. Barcelona var enn fremur sektað um jafnvirði 57 milljóna króna og spænska sambandið um 63,5 milljónir. Áfallið er mikið fyrir Barcelona enda félagið til að mynda nýbúið að missa aðalmarkvörð sinn, Victor Valdes, í alvarleg meiðsli. Samningur hans við félagið rennur út í lok tímabilsins og hafði hann í hyggju að leita á önnur mið. Félagaskiptabannið nær yfir næstu tvo glugga, það er að segja nú í sumar og í janúar næstkomandi. Barcelona verður því ekki heimilt að kaupa nýjan leikmann til félagsins fyrr en sumarið 2015. Þetta er ekki fyrsta hneykslið sem skekur Barcelona í vetur en fyrir skömmu síðan sagði forseti félagsins, Sandro Rosell, af sér þegar upp komst að félagið hafi ekki greint rétt frá öllum samningsatriðum þegar það keypti Brasilíumanninn Neymar í sumar. Málið var tekið fyrir spænska dómskerfinu enda félagið grunað um stórfelld skattsvik. Barcelona greiddi hins vegar spænska skattinum sjálfviljugt um tvo milljarða króna og óvíst hvort það nægi til að ljúka málinu.
Spænski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira