Fótbolti

Costa og Pique missa af seinni leiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diego Costa í baráttu við Marc Bartra í gær.
Diego Costa í baráttu við Marc Bartra í gær. Vísir/Getty
Atletico Madrid hefur staðfest að sóknarmaðurinn Diego Costa missi af síðari viðureign liðsins gegn Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Þá er einnig ljóst að Gerard Pique, varnarmaður Börsunga, missi af leiknum en hann meiddist á mjöðm eftir skallaeinvígi gegn Diego Costa.

Costa var tæpur fyrir leik liðanna í gær en var engu að síður í byrjunarliðinu. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Costa fór meiddur af velli í fyrri hálfleik.

Félagið staðfesti svo í dag að Costa væri tognaður aftan á læri en það er þó bót í máli að vöðvinn er ekki rifinn.

Óvíst er hversu lengi hann verður frá keppni en hann er markahæsti leikmaður liðsins í ár með 33 mörk í öllum keppnum. Það er þó ljóst að hann mun missa af síðari leiknum gegn Barcelona í næstu viku.

Áfallið er einnig mikið fyrir Barcelona þar sem að Carles Puyol er einnig frá vegna meiðsla. Marc Bartra kom inn á í stað Pique í leiknum í gær.


Tengdar fréttir

Costa tæpur fyrir kvöldið

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, efast um að markahrókurinn Diego Costa spili með liðinu gegn Barcelona í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×