PSG vann Chelsea 3-1 í París | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. apríl 2014 16:03 Paris Saint-Germain er í góðum málum í viðureign sinni gegn Chelsea í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 3-1 sigur á heimavelli í kvöld. Heimamenn frá París fengu óskabyrjun því argentínski framherjinn EzequielLavezzi kom PSG yfir eftir rúmar tvær mínútur. John Terry gerði sig sekan um slæm mistök og skallaði boltann beint á Argentínumanninn í teignum sem hamraði boltann í þaknetið. Chelsea kom betur inn í leikinn eftir markið og uppskar víatspyrnu á 27. mínútu þegar brasilíski miðvörðurinn ThiagoSilva braut á samlanda sínum Oscar í teignum. Belginn EdenHazard var ískaldur á punktinum og skoraði örugglega en Sirigu í marki Parísarliðsins kastaði sér í rangt horn. Liðin skiptust á að sækja til að byrja með í seinni hálfleik en það voru heimamenn sem bættu við marki á 61. mínútu. Reyndar var það Chelsea-maður sem skoraði markið en David Luiz varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net eftir aukaspyrnu inn á teiginn, 2-1. Það var svo í uppbótartíma sem PSG bætti við þriðja markinu en Argentínumaðurinn Javier Pastore skoraði glæsilegt mark úr þröngu færi í teignum þegar ríflega tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Verðskuldaður sigur PSG staðreynd. PSG varð fyrir áfalli í leiknum þegar Zlatan Ibrahimovic þurfti frá að hverfa vegna meiðsla en hann virtist togna aftan í læri. Sé raunin sú er afar hæpið að hann verði með í seinni leiknum á Stamford Bridge eftir sex daga. Hann átti aftur á móti ekki góðan leik. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Sjá meira
Paris Saint-Germain er í góðum málum í viðureign sinni gegn Chelsea í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 3-1 sigur á heimavelli í kvöld. Heimamenn frá París fengu óskabyrjun því argentínski framherjinn EzequielLavezzi kom PSG yfir eftir rúmar tvær mínútur. John Terry gerði sig sekan um slæm mistök og skallaði boltann beint á Argentínumanninn í teignum sem hamraði boltann í þaknetið. Chelsea kom betur inn í leikinn eftir markið og uppskar víatspyrnu á 27. mínútu þegar brasilíski miðvörðurinn ThiagoSilva braut á samlanda sínum Oscar í teignum. Belginn EdenHazard var ískaldur á punktinum og skoraði örugglega en Sirigu í marki Parísarliðsins kastaði sér í rangt horn. Liðin skiptust á að sækja til að byrja með í seinni hálfleik en það voru heimamenn sem bættu við marki á 61. mínútu. Reyndar var það Chelsea-maður sem skoraði markið en David Luiz varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net eftir aukaspyrnu inn á teiginn, 2-1. Það var svo í uppbótartíma sem PSG bætti við þriðja markinu en Argentínumaðurinn Javier Pastore skoraði glæsilegt mark úr þröngu færi í teignum þegar ríflega tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Verðskuldaður sigur PSG staðreynd. PSG varð fyrir áfalli í leiknum þegar Zlatan Ibrahimovic þurfti frá að hverfa vegna meiðsla en hann virtist togna aftan í læri. Sé raunin sú er afar hæpið að hann verði með í seinni leiknum á Stamford Bridge eftir sex daga. Hann átti aftur á móti ekki góðan leik.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Sjá meira