Hið óumflýjanlega gerist Finnur Thorlacius skrifar 2. apríl 2014 16:30 Hvernig gat þetta farið öðruvísi en illa? Þegar slár vegna komandi lestar er lokaðar og ljós blikka stöðva sem betur fer flestir ökumenn för sína, en ekki þessi. Að svína fyrir lest telst seint gáfulegt, því hún getur ekki vikið. Árekstur þessi varð á dögunum í Houston í Texas og það afsakar ekki ökumanninn að þessi gatnamót bílaumferðar og lesta eru tiltölulega ný. Það einkennilega er að á þessum gatnamótum hafa orðið 18 árekstrar frá því 1. janúar. Svo virðist því að erfitt muni reynast að venja Texasbúa við svona gatnamót, því þeir þurfa að komast sinnar leiðar og það strax. Enginn meiddist alvarlega í árekstrinum, þótt ótrúlegt megi virðast en víst er að bíllinn er ónýtur. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Hvernig gat þetta farið öðruvísi en illa? Þegar slár vegna komandi lestar er lokaðar og ljós blikka stöðva sem betur fer flestir ökumenn för sína, en ekki þessi. Að svína fyrir lest telst seint gáfulegt, því hún getur ekki vikið. Árekstur þessi varð á dögunum í Houston í Texas og það afsakar ekki ökumanninn að þessi gatnamót bílaumferðar og lesta eru tiltölulega ný. Það einkennilega er að á þessum gatnamótum hafa orðið 18 árekstrar frá því 1. janúar. Svo virðist því að erfitt muni reynast að venja Texasbúa við svona gatnamót, því þeir þurfa að komast sinnar leiðar og það strax. Enginn meiddist alvarlega í árekstrinum, þótt ótrúlegt megi virðast en víst er að bíllinn er ónýtur.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent