Fótbolti

Mourinho: Þriðja markið algjörlega fáránlegt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mourinho segir sína menn ekki getað skorað hvenær sem er.
Mourinho segir sína menn ekki getað skorað hvenær sem er. Vísir/Getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var vægast sagt ósáttur eftir 3-1 tapið gegn PSG í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Chelsea fékk á sig þriðja markið í uppbótartíma þegar Javier Pastore fór illa með varnarmenn enska liðsins og skoraði úr þröngu færi.

„Þriðja markið var algjörlega fáránlegt. Þú og GaryCahill kallið það lélegt en ég segi fáránlegt,“ sagði bálreiður José Mourinho við Sky sports eftir leikinn.

„En við vorum að spila við frábært með fullt af frábærum leikmönnum. Framherjar þeirra eru sérstaklega góðir.“

Chelsea þarf að vinna seinni leikinn 2-0 til að komast áfram í undanúrslitin en þetta þriðja mark PSG gerir verkefni mun erfiðara.

„Þetta verður erfitt verkefni úr þessu en ekki ógerlegt. Það er allt hægt í fótbolta. En PSG er með leikmenn sem geta skorað upp úr engu. Við erum ekki lið stútfullt af hæfileikum sem getur skorað hvenær sem er,“ sagði Mourinho.

„Ég gerði breytingu í stöðunni 1-1 því ég hélt að Fernando Torres myndi gefa okkur meiri vídd en André Schürrle. Liðið naut krafta Andre en ég hélt að Fernando gæti gefið okkur aðeins meira. Nú verðum við bara reyna allt í seinni leiknum,“ sagði José Mourinho.


Tengdar fréttir

PSG vann Chelsea 3-1 í París | Myndband

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain eru með 3-1 forystu gegn Chelsea í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir fyrri leik liðanna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×