Mars besti bílasölumánuður í Bretlandi í 10 ár Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2014 10:36 Bílar seljast vel í Bretlandi þessa dagana. Motoring Bílasala í Bretlandi var mjög góð í fyrra en hefur náð nýjum hæðum nú í ár. Í nýliðnum mars var bílasala þar 17,7% meiri en í sama mánuði í fyrra og hefur svo mikill vöxtur ekki sést lengi. Sala bíla í mars er reyndar sú næst mesta á mánuði frá upphafi. Heildaraukningin í bílasölu þar sem af er árinu í Bretlandi stendur nú í 13,7%. Sala rafmagns- og tvinnbíla jókst um 63,8% milli ára í mars og hefur aldrei verið meiri. Mikill efnahagslegur uppgangur er nú í Bretlandi, eftir langa lægð og mikil uppsöfnuð þörf skapast vegna kaupa á bílum. Spáð er áframhaldandi mikilli sölu á bílum í Bretlandi út árið. Vöxtur í bílasölu er óvíða meiri í Evrópu en í Bretlandi, en söluaukningin á Íslandi er þó sýnu meiri það sem af er ári. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent
Bílasala í Bretlandi var mjög góð í fyrra en hefur náð nýjum hæðum nú í ár. Í nýliðnum mars var bílasala þar 17,7% meiri en í sama mánuði í fyrra og hefur svo mikill vöxtur ekki sést lengi. Sala bíla í mars er reyndar sú næst mesta á mánuði frá upphafi. Heildaraukningin í bílasölu þar sem af er árinu í Bretlandi stendur nú í 13,7%. Sala rafmagns- og tvinnbíla jókst um 63,8% milli ára í mars og hefur aldrei verið meiri. Mikill efnahagslegur uppgangur er nú í Bretlandi, eftir langa lægð og mikil uppsöfnuð þörf skapast vegna kaupa á bílum. Spáð er áframhaldandi mikilli sölu á bílum í Bretlandi út árið. Vöxtur í bílasölu er óvíða meiri í Evrópu en í Bretlandi, en söluaukningin á Íslandi er þó sýnu meiri það sem af er ári.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent