Þetta eru leikmennirnir sem komu Barcelona í klandur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2014 13:00 Lee með félögum sínum í unglingaliði Barcelona. Mynd/Facebook-síða Lee Barcelona var nýverið meinað að kaupa nýja leikmenn í rúmt ár eftir að hafa brotið reglur um félagaskipti ungmenna. Barcelona er með öflugt ungmennastarf sem fer fram í La Masia-akademíunni og njósnarar á vegum félagsins hafa verið duglegir að leita að ungum og efnilegum leikmönnum víða um heim fyrir félagið.Lionel Messi var aðeins þrettán ára gamall þegar hann fluttist með fjölskyldu sinni frá Argentínu til Barcelona og gekk í raðir félagsins. Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA komst að þeirri niðurstöðu að Barcelona hafi brotið reglur þess um félagaskipti erlendra leikmanna undir átján ára aldri alls tíu sinnum á árunum 2009 til 2013. Meðal leikmanna í þessum hópi er hinn sextán ára Seung Woo Lee frá Suður-Kóreu. Hann heillaði útsendara liðsins þegar hann lék með U-14 liði Suður-Kóreu gegn jafnöldrum sínum frá Katalóníu. Lee kom svo í La Masia árið 2011 og skrifaði svo undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Barcelona í síðasta mánuði, eftir að hann náði sextán ára aldri. Honum var þó heimilt að fara frá félaginu og semja við hvaða lið sem er, eins og öllum undir átján ára aldri er heimilt að gera á Spáni. Lee, sem hefur verið kallaður hinn suður-kóreski Messi, var orðaður við bæði Liverpool og Chelsea en valdi að halda tryggð við Barcelona - þrátt fyrir boð um hærri laun í Englandi. Barcelona hefur reyndar misst þó nokkra unga leikmenn úr La Masia til Englands af fjárhagslegum ástæðum á undanförnum árum. Þýska blaðið Bild tók saman þá leikmenn sem Barcelona fékk til sín frá árunum 2009 til 2013 á ólöglegan máta, samkvæmt reglum FIFA. Þeir eru: Seung Woo Lee (Suður-Kórea) Paik Seung-Ho (Suður-Kórea) Jang Gyeolhee (Suður-Kórea) Theo Chendri (Frakkland) Bobby Adekanye (Nígería, en með hollenskt vegabréf) Patrice Sousia (Kamerún) Giancarlo Poveda (Kamerún) Andrei Onana (Kamerún) Maxi Rolón (Kamerún) Antonio Sanabria (Paragvæ) Spænski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ósanngjörn refsing Foresti Barcelona er ekki ánægður með ákvörðun FIFA um að banna félaginu að kaupa leikmenn næsta árið. 4. apríl 2014 10:00 Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00 Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30 Fullyrt að Halilovic fari til Barcelona Lögfræðingurinn Jean Louis Dupont segir að Alen Halilovic eigi að geta gengið til liðs við Barcelona í sumar þrátt fyrir félagskiptabann FIFA. 3. apríl 2014 13:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Barcelona var nýverið meinað að kaupa nýja leikmenn í rúmt ár eftir að hafa brotið reglur um félagaskipti ungmenna. Barcelona er með öflugt ungmennastarf sem fer fram í La Masia-akademíunni og njósnarar á vegum félagsins hafa verið duglegir að leita að ungum og efnilegum leikmönnum víða um heim fyrir félagið.Lionel Messi var aðeins þrettán ára gamall þegar hann fluttist með fjölskyldu sinni frá Argentínu til Barcelona og gekk í raðir félagsins. Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA komst að þeirri niðurstöðu að Barcelona hafi brotið reglur þess um félagaskipti erlendra leikmanna undir átján ára aldri alls tíu sinnum á árunum 2009 til 2013. Meðal leikmanna í þessum hópi er hinn sextán ára Seung Woo Lee frá Suður-Kóreu. Hann heillaði útsendara liðsins þegar hann lék með U-14 liði Suður-Kóreu gegn jafnöldrum sínum frá Katalóníu. Lee kom svo í La Masia árið 2011 og skrifaði svo undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Barcelona í síðasta mánuði, eftir að hann náði sextán ára aldri. Honum var þó heimilt að fara frá félaginu og semja við hvaða lið sem er, eins og öllum undir átján ára aldri er heimilt að gera á Spáni. Lee, sem hefur verið kallaður hinn suður-kóreski Messi, var orðaður við bæði Liverpool og Chelsea en valdi að halda tryggð við Barcelona - þrátt fyrir boð um hærri laun í Englandi. Barcelona hefur reyndar misst þó nokkra unga leikmenn úr La Masia til Englands af fjárhagslegum ástæðum á undanförnum árum. Þýska blaðið Bild tók saman þá leikmenn sem Barcelona fékk til sín frá árunum 2009 til 2013 á ólöglegan máta, samkvæmt reglum FIFA. Þeir eru: Seung Woo Lee (Suður-Kórea) Paik Seung-Ho (Suður-Kórea) Jang Gyeolhee (Suður-Kórea) Theo Chendri (Frakkland) Bobby Adekanye (Nígería, en með hollenskt vegabréf) Patrice Sousia (Kamerún) Giancarlo Poveda (Kamerún) Andrei Onana (Kamerún) Maxi Rolón (Kamerún) Antonio Sanabria (Paragvæ)
Spænski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ósanngjörn refsing Foresti Barcelona er ekki ánægður með ákvörðun FIFA um að banna félaginu að kaupa leikmenn næsta árið. 4. apríl 2014 10:00 Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00 Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30 Fullyrt að Halilovic fari til Barcelona Lögfræðingurinn Jean Louis Dupont segir að Alen Halilovic eigi að geta gengið til liðs við Barcelona í sumar þrátt fyrir félagskiptabann FIFA. 3. apríl 2014 13:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Þetta er ósanngjörn refsing Foresti Barcelona er ekki ánægður með ákvörðun FIFA um að banna félaginu að kaupa leikmenn næsta árið. 4. apríl 2014 10:00
Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00
Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30
Fullyrt að Halilovic fari til Barcelona Lögfræðingurinn Jean Louis Dupont segir að Alen Halilovic eigi að geta gengið til liðs við Barcelona í sumar þrátt fyrir félagskiptabann FIFA. 3. apríl 2014 13:00