Fótbolti

Ekki snerta La Masia

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/AFP
Stuðningsmenn Barcelona breiddu út risastóran borða fyrir leik liðsins gegn Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Með honum vildu þeir senda knattspyrnuyfirvöldum þau skilaboð að láta uppeldisstöð félagsins, La Masia-akademíuna, í friði en í vikunni var Barcelona refsað af FIFA fyrir að hafa brotið reglur um félagaskipti erlendra ungmenna.

La Masia hefur reynst Barcelona afar vel og margir af bestu leikmönnum heims hafa fengið knattspyrnulegt uppeldi sitt þar. Þeirra á meðal má nefna Argentínumanninn Lionel Messi sem var þrettán ára gamall þegar hann fluttist til Spánar frá Argentínu.

Barcelona var sektað en einnig meinað að kaupa nýja leikmenn til félagsins næsta árið.

Vísir/AFP
Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Þetta er ósanngjörn refsing

Foresti Barcelona er ekki ánægður með ákvörðun FIFA um að banna félaginu að kaupa leikmenn næsta árið.

Messi með tvö í sigri

Barcelona minnkaði forystu Atletico Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigur á botnliði Real Betis á Nývangi í dag.

Fullyrt að Halilovic fari til Barcelona

Lögfræðingurinn Jean Louis Dupont segir að Alen Halilovic eigi að geta gengið til liðs við Barcelona í sumar þrátt fyrir félagskiptabann FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×