Agi í ríkisfjármálum mikilvægari en nýr gjaldmiðill Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. apríl 2014 21:30 Krónan er ekkert að fara á næstunni. Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Meira máli skipti að koma böndum á ríkisfjármálin en að skipta um gjaldmiðil.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Gjaldmiðlaumræða var fyrirferðamikil en í gær lofaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, íslensku krónuna og sagði hana vera lykilþátt í því að á Íslandi væri atvinnuleysi minna en í öllum 28 ríkjum Evrópusambandins. „Við teljum að krónan sé ekki að fara á næstunni. Við teljum að við séum á þeim stað að hún verði áfram og við eigum að sjálfsögðu að nýta kosti hennar,“ segir Hanna Birna. Hún segir mikilvægara að ná fram auknum aga í ríkisfjármálum en að skipta um gjaldmiðil. „Ég er þeirrar skoðunar og hef mörgum sinnum sagt það að krónan er ekkert annað en mælitæki á ástandið í efnahagslífinu almennt. Við þurfum að tileikna okkur ríkari aga.“ Guðmundur segir greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að skerpa stefnu sína í Evrópumálum. Flokkurinn sé búinn að hverfa frá þeirri gjaldmiðlastefnu sem samþykkt var á síðasta landsfundi. „Ég heyrði ekki betur í kosningabaráttunni en að þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn nýverið ályktað á landsfundi að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Þá voru skilaboðin að það ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðanna. Núna er tónninn þess að þjóðin eigi ekki að fara í ESB; krónan er fín. Það hefði verið betra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði sagt þetta svona í kosningabaráttunni og kjósendur hefðu getað tekið upplýsta ákvörðun,“ sagði Guðmundur.Ekki klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum Stofnun nýs evrópusinnaðs hægri flokks hefur verið í umræðunni síðustu vikur. Hanna Birna er ósammála því að um klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum sé að ræða. „Ég veit ekki hvort það sé réttnefni að segja klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta yrði frekar flokkur sem leggur áherslu á Evrópumálin og aðild að Evrópusambandinu. Það getur vel verið að slíkur flokkur myndi hafa áhrif á alla stjórnmálaflokka en alls ekki einungis Sjálfstæðisflokkinn.“ ESB-málið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Krónan er ekkert að fara á næstunni. Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Meira máli skipti að koma böndum á ríkisfjármálin en að skipta um gjaldmiðil.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Gjaldmiðlaumræða var fyrirferðamikil en í gær lofaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, íslensku krónuna og sagði hana vera lykilþátt í því að á Íslandi væri atvinnuleysi minna en í öllum 28 ríkjum Evrópusambandins. „Við teljum að krónan sé ekki að fara á næstunni. Við teljum að við séum á þeim stað að hún verði áfram og við eigum að sjálfsögðu að nýta kosti hennar,“ segir Hanna Birna. Hún segir mikilvægara að ná fram auknum aga í ríkisfjármálum en að skipta um gjaldmiðil. „Ég er þeirrar skoðunar og hef mörgum sinnum sagt það að krónan er ekkert annað en mælitæki á ástandið í efnahagslífinu almennt. Við þurfum að tileikna okkur ríkari aga.“ Guðmundur segir greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að skerpa stefnu sína í Evrópumálum. Flokkurinn sé búinn að hverfa frá þeirri gjaldmiðlastefnu sem samþykkt var á síðasta landsfundi. „Ég heyrði ekki betur í kosningabaráttunni en að þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn nýverið ályktað á landsfundi að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Þá voru skilaboðin að það ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðanna. Núna er tónninn þess að þjóðin eigi ekki að fara í ESB; krónan er fín. Það hefði verið betra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði sagt þetta svona í kosningabaráttunni og kjósendur hefðu getað tekið upplýsta ákvörðun,“ sagði Guðmundur.Ekki klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum Stofnun nýs evrópusinnaðs hægri flokks hefur verið í umræðunni síðustu vikur. Hanna Birna er ósammála því að um klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum sé að ræða. „Ég veit ekki hvort það sé réttnefni að segja klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta yrði frekar flokkur sem leggur áherslu á Evrópumálin og aðild að Evrópusambandinu. Það getur vel verið að slíkur flokkur myndi hafa áhrif á alla stjórnmálaflokka en alls ekki einungis Sjálfstæðisflokkinn.“
ESB-málið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira