Nissan í stað Ford í Meistaradeildinni Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2014 10:00 Ford hefur lengi verið stuðningsaðili Meistaradeildarinnar. Undanfarin ár hefur Ford verið stór kostunaraðili Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en mun hætta stuðningi sínum við keppnina frá og með úrslitaleik keppninnar í Lissabon 24. maí í vor. Það verður annar bílaframleiðandi sem tekur við kefli Ford, þ.e. Nissan. Nissan hefur uppi þau áform að verða söluhæsti bílaframleiðandi frá Asíu í Evrópu og er stuðningurinn við keppni Meistaradeildarinnar í Evrópu liður í því. Nissan á þó langt í land með að ná Toyota í sölu í álfunni því Toyota seldi 518.546 bíla í Evrópu í fyrra, en Nissan 422.213 bíla. Hyundai var reyndar einnig örlítið söluhærra en Nissan með 422.930 selda bíla. Nissan áætlar talsvert aukna sölu bíla sinna í Evrópu í ár með tilkomu nýs Qashqai og smávaxins glænýs fólksbíls sem stutt er í að verði kynntur. Ekki liggur ljóst fyrir hvað stuðningssamningurinn muni kosta Nissan en talið er að það nemi 8,5 milljarð króna á ári. Samningur Nissan er til fjögurra ára, hefst keppnistímabilið 2014-15 og líkur 2017-18. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Undanfarin ár hefur Ford verið stór kostunaraðili Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en mun hætta stuðningi sínum við keppnina frá og með úrslitaleik keppninnar í Lissabon 24. maí í vor. Það verður annar bílaframleiðandi sem tekur við kefli Ford, þ.e. Nissan. Nissan hefur uppi þau áform að verða söluhæsti bílaframleiðandi frá Asíu í Evrópu og er stuðningurinn við keppni Meistaradeildarinnar í Evrópu liður í því. Nissan á þó langt í land með að ná Toyota í sölu í álfunni því Toyota seldi 518.546 bíla í Evrópu í fyrra, en Nissan 422.213 bíla. Hyundai var reyndar einnig örlítið söluhærra en Nissan með 422.930 selda bíla. Nissan áætlar talsvert aukna sölu bíla sinna í Evrópu í ár með tilkomu nýs Qashqai og smávaxins glænýs fólksbíls sem stutt er í að verði kynntur. Ekki liggur ljóst fyrir hvað stuðningssamningurinn muni kosta Nissan en talið er að það nemi 8,5 milljarð króna á ári. Samningur Nissan er til fjögurra ára, hefst keppnistímabilið 2014-15 og líkur 2017-18.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent