Nissan í stað Ford í Meistaradeildinni Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2014 10:00 Ford hefur lengi verið stuðningsaðili Meistaradeildarinnar. Undanfarin ár hefur Ford verið stór kostunaraðili Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en mun hætta stuðningi sínum við keppnina frá og með úrslitaleik keppninnar í Lissabon 24. maí í vor. Það verður annar bílaframleiðandi sem tekur við kefli Ford, þ.e. Nissan. Nissan hefur uppi þau áform að verða söluhæsti bílaframleiðandi frá Asíu í Evrópu og er stuðningurinn við keppni Meistaradeildarinnar í Evrópu liður í því. Nissan á þó langt í land með að ná Toyota í sölu í álfunni því Toyota seldi 518.546 bíla í Evrópu í fyrra, en Nissan 422.213 bíla. Hyundai var reyndar einnig örlítið söluhærra en Nissan með 422.930 selda bíla. Nissan áætlar talsvert aukna sölu bíla sinna í Evrópu í ár með tilkomu nýs Qashqai og smávaxins glænýs fólksbíls sem stutt er í að verði kynntur. Ekki liggur ljóst fyrir hvað stuðningssamningurinn muni kosta Nissan en talið er að það nemi 8,5 milljarð króna á ári. Samningur Nissan er til fjögurra ára, hefst keppnistímabilið 2014-15 og líkur 2017-18. Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent
Undanfarin ár hefur Ford verið stór kostunaraðili Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en mun hætta stuðningi sínum við keppnina frá og með úrslitaleik keppninnar í Lissabon 24. maí í vor. Það verður annar bílaframleiðandi sem tekur við kefli Ford, þ.e. Nissan. Nissan hefur uppi þau áform að verða söluhæsti bílaframleiðandi frá Asíu í Evrópu og er stuðningurinn við keppni Meistaradeildarinnar í Evrópu liður í því. Nissan á þó langt í land með að ná Toyota í sölu í álfunni því Toyota seldi 518.546 bíla í Evrópu í fyrra, en Nissan 422.213 bíla. Hyundai var reyndar einnig örlítið söluhærra en Nissan með 422.930 selda bíla. Nissan áætlar talsvert aukna sölu bíla sinna í Evrópu í ár með tilkomu nýs Qashqai og smávaxins glænýs fólksbíls sem stutt er í að verði kynntur. Ekki liggur ljóst fyrir hvað stuðningssamningurinn muni kosta Nissan en talið er að það nemi 8,5 milljarð króna á ári. Samningur Nissan er til fjögurra ára, hefst keppnistímabilið 2014-15 og líkur 2017-18.
Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent