"Liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. apríl 2014 10:02 Ásgeir Jónsson á Grand Hotel í morgun „Það liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata,“ sagði Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, á kynningu skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál.Sýnt er beint frá fundinum á Vísi. Ásgeir fjallaði um gjaldmiðlamál. Hann benti á að í heiminum væru 78 smáríki með undir tveimur milljónum íbúa. Ísland væri eina ríkið af þessum 78 sem væri með sjálfstæða fljótandi mynt. Hann sagði mesta ávinninginn við upptöku Evrunnar vera aukinn stöðugleika. En færi svo að stærri gjaldmiðill yrði tekinn upp þyrfti að gefa eftir í ákveðnum þáttum. „Það er ekki kostnaðarlaust. Við verðum að gefa eftir sjálfstæði í peningamálum og einhverju leyti ríkisfjármálum og töluverðar stofnanabreytingar verða að eiga sér stað.“ Ásgeir sagði mikilvægt að Íslendingar endurskoðuðu hagstefnu sína. Upptaka Evru og aðild að ESB þýddi ekki endilega að allt myndi falla í ljúfa löð í efnahagsmálum. „Við verðum að endurskoða hvernig við rekum okkar hagstefnu og verðum að hafa í huga að ESB er samband fullvalda ríkja. Við þyrftum að bera ábyrgð á okkur sjálfum þó við förum inn. Þegar verið að tala um Evrulöndin átján og hvernig þeim hefur farnast í Evrusamstarfinu – kemur í ljós að það fer eftir því hvernig þau haga sér innan samstarfsins.“ Ásgeir benti enn fremur á að Íslendingar hefðu alltaf tekið þátt í alþjóðlegum fastgengisstefnum. Ljóst væri að Íslendingar hefðu ekki stjórn á sínum eigin gjaldmiðli ef hann væri fljótandi. Hann gaf lítið fyrir tengingu krónunnar við sjálfstæði og fullveldi landsins. Þeir sem barist hafi fyrir sjálfstæðis og fullveldi landsins á sínum tíma hafi ekki verið með hugann við sjálfstæðan gjaldmiðil sem hægt væri að fella þegar þess þyrfti. ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
„Það liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata,“ sagði Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, á kynningu skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál.Sýnt er beint frá fundinum á Vísi. Ásgeir fjallaði um gjaldmiðlamál. Hann benti á að í heiminum væru 78 smáríki með undir tveimur milljónum íbúa. Ísland væri eina ríkið af þessum 78 sem væri með sjálfstæða fljótandi mynt. Hann sagði mesta ávinninginn við upptöku Evrunnar vera aukinn stöðugleika. En færi svo að stærri gjaldmiðill yrði tekinn upp þyrfti að gefa eftir í ákveðnum þáttum. „Það er ekki kostnaðarlaust. Við verðum að gefa eftir sjálfstæði í peningamálum og einhverju leyti ríkisfjármálum og töluverðar stofnanabreytingar verða að eiga sér stað.“ Ásgeir sagði mikilvægt að Íslendingar endurskoðuðu hagstefnu sína. Upptaka Evru og aðild að ESB þýddi ekki endilega að allt myndi falla í ljúfa löð í efnahagsmálum. „Við verðum að endurskoða hvernig við rekum okkar hagstefnu og verðum að hafa í huga að ESB er samband fullvalda ríkja. Við þyrftum að bera ábyrgð á okkur sjálfum þó við förum inn. Þegar verið að tala um Evrulöndin átján og hvernig þeim hefur farnast í Evrusamstarfinu – kemur í ljós að það fer eftir því hvernig þau haga sér innan samstarfsins.“ Ásgeir benti enn fremur á að Íslendingar hefðu alltaf tekið þátt í alþjóðlegum fastgengisstefnum. Ljóst væri að Íslendingar hefðu ekki stjórn á sínum eigin gjaldmiðli ef hann væri fljótandi. Hann gaf lítið fyrir tengingu krónunnar við sjálfstæði og fullveldi landsins. Þeir sem barist hafi fyrir sjálfstæðis og fullveldi landsins á sínum tíma hafi ekki verið með hugann við sjálfstæðan gjaldmiðil sem hægt væri að fella þegar þess þyrfti.
ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15
Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27
Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53
Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49
Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04