Rafmagnsbílar spara 171 milljón lítra eldsneytis á ári í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2014 14:45 Tesla Model S fyrir utan höfuðstöðvar Tesla í Kaliforníu. Hreinræktaðum rafmagnsbílum og Plug-In-Hybrid bílum fer mjög fjölgandi vestanhafs eins og í öðrum heimshlutum. Þeir spara eigendum þeirra stórar upphæðir í eldsneytiskostnaði og reiknað hefur verið út að hann nemi 171 milljón lítra eldsneytis sem kostað hefði þá 11,3 milljarða króna. Það eru nú um 200.000 slíkir bílar á bandarískum vegum. Flestir þeirra eru í Kaliforníufylki og eru 46% Plug-In-Hybrid bíla Bandaríkjanna þar og hafa þeir sparað eigendum þeirra 4,5 milljónir dollara í eldsneytikostnaði. Nokkuð jöfn skipting er á milli hreinræktaðra rafmagnsbíla og Plug-In-Hybrid bíla, eða um 100.000 af hvorri gerð. Bílarnir Chevrolet Volt, Nissan Leaf og Tesla bílar telja um tvo þriðju af öllum þessum flota. Nissan Leaf bílar seldust helmingi meira í fyrra en árið áður en sala Tesla bíla áttfaldaðist milli ára. Þessi sparnaður eigenda rafmagnsbíla mun einungis fara vaxandi á næstu árum og minnka þörfina fyrir jarðefnaeldsneytisnotkun Bandaríkjamanna. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent
Hreinræktaðum rafmagnsbílum og Plug-In-Hybrid bílum fer mjög fjölgandi vestanhafs eins og í öðrum heimshlutum. Þeir spara eigendum þeirra stórar upphæðir í eldsneytiskostnaði og reiknað hefur verið út að hann nemi 171 milljón lítra eldsneytis sem kostað hefði þá 11,3 milljarða króna. Það eru nú um 200.000 slíkir bílar á bandarískum vegum. Flestir þeirra eru í Kaliforníufylki og eru 46% Plug-In-Hybrid bíla Bandaríkjanna þar og hafa þeir sparað eigendum þeirra 4,5 milljónir dollara í eldsneytikostnaði. Nokkuð jöfn skipting er á milli hreinræktaðra rafmagnsbíla og Plug-In-Hybrid bíla, eða um 100.000 af hvorri gerð. Bílarnir Chevrolet Volt, Nissan Leaf og Tesla bílar telja um tvo þriðju af öllum þessum flota. Nissan Leaf bílar seldust helmingi meira í fyrra en árið áður en sala Tesla bíla áttfaldaðist milli ára. Þessi sparnaður eigenda rafmagnsbíla mun einungis fara vaxandi á næstu árum og minnka þörfina fyrir jarðefnaeldsneytisnotkun Bandaríkjamanna.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent