Range Rover Sport RS er 550 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 13:30 Við prófanir á Range Rover Sport RS. Það dugar ekki sumum að hafa 510 hestöfl í húddinu, en þannig má bæði fá Range Rover og minni bróður hans Range Rover Sport í dag. Því hefur Jaguar/Land Rover bætt um betur og sett 550 hestafla vél í Range Rover Sport, en það er sama vél og fæst nú í Jaguar XKR-S, Jaguar XFR-S og Jaguar F-Type R. Ekki er nóg að auka afl vélarinnar án þess að bæta bremsurnar og það hefur einmitt verið gert við þennan kraftaköggul, sem ætti að hafa hröðun á við vænsta sportbíl. Þessi vél þarf líka að anda meira en aðrir vélakostir í Range Rover Sport og því eru stærri loftinntök að framan og að aftan eru myndarleg fjögur pústop. Ekki er ljóst hvar Jaguar/Land Rover ætlar að kynna þennan bíl, en ekki er talið ólíklegt að það verði á bílasýningunni í New York sem hefst um miðjan apríl. Þó gæti hann fyrst sést á bílasýningunni í Peking í enda apríl, enda eru margir vænlegir kaupendur bílsins þar. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Það dugar ekki sumum að hafa 510 hestöfl í húddinu, en þannig má bæði fá Range Rover og minni bróður hans Range Rover Sport í dag. Því hefur Jaguar/Land Rover bætt um betur og sett 550 hestafla vél í Range Rover Sport, en það er sama vél og fæst nú í Jaguar XKR-S, Jaguar XFR-S og Jaguar F-Type R. Ekki er nóg að auka afl vélarinnar án þess að bæta bremsurnar og það hefur einmitt verið gert við þennan kraftaköggul, sem ætti að hafa hröðun á við vænsta sportbíl. Þessi vél þarf líka að anda meira en aðrir vélakostir í Range Rover Sport og því eru stærri loftinntök að framan og að aftan eru myndarleg fjögur pústop. Ekki er ljóst hvar Jaguar/Land Rover ætlar að kynna þennan bíl, en ekki er talið ólíklegt að það verði á bílasýningunni í New York sem hefst um miðjan apríl. Þó gæti hann fyrst sést á bílasýningunni í Peking í enda apríl, enda eru margir vænlegir kaupendur bílsins þar.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent