Mörgum stuðningsmönnum Chelsea leist ekkert á blikuna er þeirra besti maður, Eden Hazard, fór af velli vegna meiðsla. Það var aftur á móti varamaður hans, Andre Schürrle, sem kom Chelsea yfir með skoti í teignum.
1-0 í hálfleik og Chelsea einu marki frá því að komast áfram í undanúrslit.
Títtnefndur Schürrle var ekki fjarri því að koma liðinu í 2-0 snemma í síðari hálfleik. Þá átti hann bylmingsskot sem hafnaði í slánni. Örskömmu síðar átti Oscar skot úr aukaspyrnu sem einnig hafnaði í slánni.
Markið kom ekki fyrr en rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá skoraði varamaðurinn Demba Ba. Skot og boltinn endaði hjá Ba sem skóflaði boltanum í netið.
PSG sótti eins og það gat undir lokin. Var ekki fjarri því að skora í uppbótartíma en allt kom fyrir ekki.