Nýr Peugeot í Peking Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 10:15 Peugeot Exalt tilraunabíllinn. Margir bílaframleiðendur velja sér það þessa dagana að kynna nýja bíla sína í Kína. Það ætlar einmitt Peugeot að gera á bílasýningunni í Peking sem hefst síðar í þessum mánuði. Þessi flotti bíll frá Peugeot er fullvaxinn fjögurra dyra lúxusbíll með krafta í kögglum og tvinnbíll að auki. Hann hefur fengið nafnið Exalt og er 335 hestöfl. 266 þeirra koma frá hefðbundinni 1,6 lítra brunavél sem einnig er í Peugeot RCZ R bílnum, en restin kemur frá 50 kW rafmótor sem knýr afturhjólin. Aflið fer í gegnum 6 gíra beinskiptingu. Yfirbygging bílsins er úr ómáluðu stáli, en afturhluti bílsins er þakinn yfirborði sem Peugeot-menn kalla „hákarlaskinn“, hvort sem því ber að taka bókstaflega eða ekki. Af myndinni af bílnum að dæma virðist þarna kominn bíll sem kominn er af tilraunastiginu og tilbúinn til framleiðslu. Vonandi er það svo, þar sem hann er með fallegri bílum sem frá Peugeot hefur komið. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Margir bílaframleiðendur velja sér það þessa dagana að kynna nýja bíla sína í Kína. Það ætlar einmitt Peugeot að gera á bílasýningunni í Peking sem hefst síðar í þessum mánuði. Þessi flotti bíll frá Peugeot er fullvaxinn fjögurra dyra lúxusbíll með krafta í kögglum og tvinnbíll að auki. Hann hefur fengið nafnið Exalt og er 335 hestöfl. 266 þeirra koma frá hefðbundinni 1,6 lítra brunavél sem einnig er í Peugeot RCZ R bílnum, en restin kemur frá 50 kW rafmótor sem knýr afturhjólin. Aflið fer í gegnum 6 gíra beinskiptingu. Yfirbygging bílsins er úr ómáluðu stáli, en afturhluti bílsins er þakinn yfirborði sem Peugeot-menn kalla „hákarlaskinn“, hvort sem því ber að taka bókstaflega eða ekki. Af myndinni af bílnum að dæma virðist þarna kominn bíll sem kominn er af tilraunastiginu og tilbúinn til framleiðslu. Vonandi er það svo, þar sem hann er með fallegri bílum sem frá Peugeot hefur komið.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent