Ódýr Datsun fyrir Rússlandsmarkað Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 14:30 Datsun on-Do. themotorreport Carlos Ghosn forstjóri Nissan-Renault kynnti nýja gerð Datsun bíls í Rússlandi fyrir stuttu. Markar sú kynning nokkur tímamót þar sem Datsun bílar hafa ekki verið smíðaðir í lengri tíma. Datsun merkið er með eldri bílamerkjum, en þegar það var lagt niður árið 1986 fengu bílar framleiðanda þess nafnið Nissan. Datsun verður ekki eina ódýra framleiðslumerki Nissan-Renault, en fyrirtækið á einnig Dacia merkið og eru bílar þess framleiddir í Rúmeníu. Voru bílar Dacia eingöngu ætlaðir í fyrstu fyrir efnaminni markaðssvæði A-Evrópu. Þróunin hefur hinsvegar orðið sú að bílar Dacia seljast einnig vel í vesturhluta Evrópu þar sem kaupendur kunna að meta lágt verð á þaulreyndri söluvöru Dacia, en bílar Dacia byggja að á bílum frá Renault og Nissan. Rússland er fimmta stærsta markaðssvæði Renault-Nissan og telja menn þar á bæ að Datsun verði brátt þriðjungur af sölu fyrirtækisins þar. Nýi Datsun bíllinn hefur fengið heitið on-Do, hvað sem það á að þýða og verður hann framleiddur í verksmiðjum Lada í Rússlandi. Hann er með 1,6 lítra og 87 hestafla vél frá Nissan. Sala á bílnum hefst strax í sumar. Renault-Nissan ætlar einnig að markaðssetja Datsun bíla í Indónesíu, S-Afríku og Indlandi og svo er aldrei að vita hvort eftirspurn verði ekki eftir Datsun bílum í löndum sem teljast efnaðri, líkt og gerðist með Dacia bíla. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent
Carlos Ghosn forstjóri Nissan-Renault kynnti nýja gerð Datsun bíls í Rússlandi fyrir stuttu. Markar sú kynning nokkur tímamót þar sem Datsun bílar hafa ekki verið smíðaðir í lengri tíma. Datsun merkið er með eldri bílamerkjum, en þegar það var lagt niður árið 1986 fengu bílar framleiðanda þess nafnið Nissan. Datsun verður ekki eina ódýra framleiðslumerki Nissan-Renault, en fyrirtækið á einnig Dacia merkið og eru bílar þess framleiddir í Rúmeníu. Voru bílar Dacia eingöngu ætlaðir í fyrstu fyrir efnaminni markaðssvæði A-Evrópu. Þróunin hefur hinsvegar orðið sú að bílar Dacia seljast einnig vel í vesturhluta Evrópu þar sem kaupendur kunna að meta lágt verð á þaulreyndri söluvöru Dacia, en bílar Dacia byggja að á bílum frá Renault og Nissan. Rússland er fimmta stærsta markaðssvæði Renault-Nissan og telja menn þar á bæ að Datsun verði brátt þriðjungur af sölu fyrirtækisins þar. Nýi Datsun bíllinn hefur fengið heitið on-Do, hvað sem það á að þýða og verður hann framleiddur í verksmiðjum Lada í Rússlandi. Hann er með 1,6 lítra og 87 hestafla vél frá Nissan. Sala á bílnum hefst strax í sumar. Renault-Nissan ætlar einnig að markaðssetja Datsun bíla í Indónesíu, S-Afríku og Indlandi og svo er aldrei að vita hvort eftirspurn verði ekki eftir Datsun bílum í löndum sem teljast efnaðri, líkt og gerðist með Dacia bíla.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent