GM stöðvar sölu á Chevrolet Cruze Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2014 10:45 Chevrolet Cruze Vandræði General Motors vegna innkallana bíla þeirra ætlar engan enda að taka. Fyrir nýliðna helgi gaf GM út þá tilskipun að allir söluaðilar Chevrolet Cruze ættu að hætta sölu á Cvevrolet Cruze bílum af árgerð 2013 og 2014 með 1,4 lítra forþjöppudrifnum vélum. Ástæða þess, er líkt og með aðrar gerðir GM bíla, vegna galla í ræsibúnaði þeirra sem drepið getur fyrirvaralaust á bílunum. Nú hefur GM alls innkallað 1,6 milljón bíla vegna þessa galla sem virðist hafa verið í bílum þeirra allt frá árinu 2001. General Motors hefur sætt ámæli um að hafa falið þennan galla fyrir eigendum þessara bíla, sem valdið hefur fjölmörgum dauðaslysum. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent
Vandræði General Motors vegna innkallana bíla þeirra ætlar engan enda að taka. Fyrir nýliðna helgi gaf GM út þá tilskipun að allir söluaðilar Chevrolet Cruze ættu að hætta sölu á Cvevrolet Cruze bílum af árgerð 2013 og 2014 með 1,4 lítra forþjöppudrifnum vélum. Ástæða þess, er líkt og með aðrar gerðir GM bíla, vegna galla í ræsibúnaði þeirra sem drepið getur fyrirvaralaust á bílunum. Nú hefur GM alls innkallað 1,6 milljón bíla vegna þessa galla sem virðist hafa verið í bílum þeirra allt frá árinu 2001. General Motors hefur sætt ámæli um að hafa falið þennan galla fyrir eigendum þessara bíla, sem valdið hefur fjölmörgum dauðaslysum.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent