100.000 BMW rafmagnsbílar árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2014 09:25 Þýski bílaframleiðandinn BMW er nýbyrjaður að smíða rafmagnsbíla og er nú að hefja sölu á tveimur gerðum, BMW i3 og BMW i8. Mikil eftirspurn er eftir báðum bílunum og talsverð bjartsýni ríkir hjá BMW vegna smíði rafmagnsbíla. Svo mikil er hún reyndar að fyrirtækið hyggst smíða 100.000 rafmagnsbíla árið 2020. Til að setja þetta í eitthvert samhengi þá verða framleiddir 2 milljónir BMW bíla á þessu ári, svo rafmagnsbílar gætu numið 5% af heildarframleiðslunni við enda áratugarins. Hundrað þúsund rafmagnsbílar hljómar kannski mikið en þó ekki í samanburði við áætlanir Tesla, sem ætlar að framleiða 500.000 rafgmagnsbíla árið 2020. Mikill þrýstingur er frá yfirvöldum og Evrópusambandinu til bílaframleiðenda að minnka útblástur bíla sinna og litar það mjög áætlanir þeirra. BMW segir að fyrirtækinu sé raunverulega ekki annað fært en að framleiða þetta magn svo að það geti uppfyllt þessar ströngu kröfur. Viðleitni BMW til framleiðslu lítið eða ekkert mengandi bíla hefur ekki einskorðast við framleiðslu rafmagnsbíla heldur er verið að vinna að smíði vetnisbíls í samstarfi við Mercedes-Benz og Renault-Nissan og er stefnt að því að hann fari í sölu árið 2017. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Þýski bílaframleiðandinn BMW er nýbyrjaður að smíða rafmagnsbíla og er nú að hefja sölu á tveimur gerðum, BMW i3 og BMW i8. Mikil eftirspurn er eftir báðum bílunum og talsverð bjartsýni ríkir hjá BMW vegna smíði rafmagnsbíla. Svo mikil er hún reyndar að fyrirtækið hyggst smíða 100.000 rafmagnsbíla árið 2020. Til að setja þetta í eitthvert samhengi þá verða framleiddir 2 milljónir BMW bíla á þessu ári, svo rafmagnsbílar gætu numið 5% af heildarframleiðslunni við enda áratugarins. Hundrað þúsund rafmagnsbílar hljómar kannski mikið en þó ekki í samanburði við áætlanir Tesla, sem ætlar að framleiða 500.000 rafgmagnsbíla árið 2020. Mikill þrýstingur er frá yfirvöldum og Evrópusambandinu til bílaframleiðenda að minnka útblástur bíla sinna og litar það mjög áætlanir þeirra. BMW segir að fyrirtækinu sé raunverulega ekki annað fært en að framleiða þetta magn svo að það geti uppfyllt þessar ströngu kröfur. Viðleitni BMW til framleiðslu lítið eða ekkert mengandi bíla hefur ekki einskorðast við framleiðslu rafmagnsbíla heldur er verið að vinna að smíði vetnisbíls í samstarfi við Mercedes-Benz og Renault-Nissan og er stefnt að því að hann fari í sölu árið 2017.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent