Elsu fannst það of snemmt að taka við karlalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2014 08:45 Elsa Sæný Valgeirsdóttir stjórnar hér karlaliði HK í Höllinni um síðustu helgi. Vísir/Valli Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. Elsa Sæný gerði á dögunum karlalið HK að bikarmeisturum annað árið í röð en liðið vann tvöfalt í fyrra á fyrsta tímabilinu undir hennar stjórn. Blaksamband Íslands ákvað að bjóða henni aðstoðarþjálfarastarf hjá karlalandsliðinu en kom ekki til greina að hún tæki við liðinu? „Ég hefði ekki treyst mér í það á þessu stigi. Það voru einhverjir búnir að nefna þetta við mig en mér og formanni landsliðsnefndar fannst það vera of snemmt þar sem ég hef ekki þjálfað nema í tvö ár. Það hefði verið of stór biti að taka við aðalþjálfarastarfi landsliðsins," sagði Elsa Sæný Valgeirsdóttir í viðtalið við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ponticelli fær góð meðmæli frá Englandi þar sem hann býr og starfar sem tæknilegur ráðgjafi blakþjálfara. Samningar náðust á milli BLÍ og Ponticelli í vikunni og er von á þjálfaranum til landsins á næstunni til að skoða leikmenn fyrir landsliðið. Verkefni landsliðsins á þessu ári er undankeppni EM smáþjóða í Laugardalshöll 6.-8. Júní. „Við teljum þessa ráðningu í samræmi við okkar plön varðandi landsliðið. Ponticelli virðist vera reynslubolti sem hjálpar eflaust mörgum leikmönnum að verða betri og í því liggur okkar metnaður. Hann mun ekki hvað síst horfa til ungra og efnilegra leikmanna enda ætlum við okkur að byggja upp gott landslið“ segir Stefán Jóhannesson, formaður landsliðsnefndar BLÍ á heimasíðu sambandsins. Elsa Sæný þekkir ekkert til nýráðins landsliðsþjálfara. „Ég hef séð ferilsskrá hans og það verður spennandi að starfa við hlið hans. Vonandi næ´ég að læra eitthvað af honum," sagði Elsa ennfremur í viðtalinu í Morgunblaðinu. Íþróttir Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. Elsa Sæný gerði á dögunum karlalið HK að bikarmeisturum annað árið í röð en liðið vann tvöfalt í fyrra á fyrsta tímabilinu undir hennar stjórn. Blaksamband Íslands ákvað að bjóða henni aðstoðarþjálfarastarf hjá karlalandsliðinu en kom ekki til greina að hún tæki við liðinu? „Ég hefði ekki treyst mér í það á þessu stigi. Það voru einhverjir búnir að nefna þetta við mig en mér og formanni landsliðsnefndar fannst það vera of snemmt þar sem ég hef ekki þjálfað nema í tvö ár. Það hefði verið of stór biti að taka við aðalþjálfarastarfi landsliðsins," sagði Elsa Sæný Valgeirsdóttir í viðtalið við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ponticelli fær góð meðmæli frá Englandi þar sem hann býr og starfar sem tæknilegur ráðgjafi blakþjálfara. Samningar náðust á milli BLÍ og Ponticelli í vikunni og er von á þjálfaranum til landsins á næstunni til að skoða leikmenn fyrir landsliðið. Verkefni landsliðsins á þessu ári er undankeppni EM smáþjóða í Laugardalshöll 6.-8. Júní. „Við teljum þessa ráðningu í samræmi við okkar plön varðandi landsliðið. Ponticelli virðist vera reynslubolti sem hjálpar eflaust mörgum leikmönnum að verða betri og í því liggur okkar metnaður. Hann mun ekki hvað síst horfa til ungra og efnilegra leikmanna enda ætlum við okkur að byggja upp gott landslið“ segir Stefán Jóhannesson, formaður landsliðsnefndar BLÍ á heimasíðu sambandsins. Elsa Sæný þekkir ekkert til nýráðins landsliðsþjálfara. „Ég hef séð ferilsskrá hans og það verður spennandi að starfa við hlið hans. Vonandi næ´ég að læra eitthvað af honum," sagði Elsa ennfremur í viðtalinu í Morgunblaðinu.
Íþróttir Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira