Fótbolti

El Clasico er enginn venjulegur leikur - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá fyrri leiknum.
Frá fyrri leiknum. Vísir/Getty
Real Madrid og Barcelona mætast á sunnudagskvöldið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og það má segja að þessi risaleikur sé enn stærri en oft áður því barátta liðanna um spænska meistaratitilinn er svo rosalega hörð.

Real Madrid er með fjögurra stiga forskot á Barcelona þegar tíu leikir eru eftir af tímabilinu og fer langt með að tryggja sér titilinn með sigri. Atletico Madrid er í 2. sætinu, þremur stigum á eftir Real og einu stigi á undan Barcelona.

Barcelona hefur þegar tapað fjórum deildarleikjum á tímabilinu og leikmenn liðsins hafa verið gagnrýndir. Barcelona vann hinsvegar fyrri El Clasico leik tímabilsins á móti Real Madrid.

Barca vann þá 2-1 sigur á Real Madrid á Camp Nou í október þar sem Neymar og Alexis komu liðinu í 2-0 áður en Jese minnkaði muninn í uppbótartíma leiksins.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá heimasíðu Barcelona sem gefur smá innsýn í það sem er í gangi þegar risarnir á Spáni mætast í El Clásico.

Leikur Real Madrid og Barcelona hefst klukkan 20.00 á sunnudagskvöldið og er sýndir beint á Stöð 2 Sport.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×