Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Karl Lúðvíksson skrifar 22. mars 2014 10:50 Vegna umræðna um aukið laxeldi í sjó á norsk ættuðum laxi hafa viðbrögð aðila í veiðisamfélaginu verið á þann veg að vara við auknu eldi í sjó vegna þeirrar hættu sem slíkt getur haft í för með sér. Það er í raun nokkuð skrítið að rætt sé um aukningu á þessu eldi hér við land þegar mýmörg dæmi við Noreg sýna án vafa að slíkt hefur gífurleg áhrif á nálæga laxa- og urriðastofna. Villtir stofnar hafa nánast án undantekningar hnignað við nálægð á sjóeldi og hafa margar af bestu laxveiðiám Noregs hrunið í veiði sem má rekja beint til sjúkdóma sem fylgja eldinu. Nokkuð sérstakt þykir í sömu andrá að tala um að nýjar gerðir kvía sé öruggari en eldri tegundir þrátt fyrir að sýnt þykir að í vondum veðrum haldi kvíarniar ekki alltaf og fiskurinn sem er í þeim sleppi gjarnan við þær aðstæður. Í fréttatilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga er farið yfir stöðu mála: "Landssamband veiðifélaga sendi Erfðanefnd landbúnaðarins bréf, 24. febrúar, þar sem var m.a. vakin athygli á að stóraukið eldi á norskættuðum laxi í sjó getur valdið ófyrirsjáanlegu tjóni í íslenskum laxveiðiám. Bréfið var tekið fyrir á fundi Erfðanefndar landbúnaðarins 10 mars og hefur Landssambandi veiðifélaga borist svar. Í svari erfðanefndar kemur fram að erfðarannsóknir sýni að "íslenskur lax er mjög frábrugðinn norskum laxi og má því líta á norskan eldislax sem framandi stofn á Íslandi." "Varðandi áhættu af laxeldi og hugsanleg áhrif á íslenska laxastofna telur erfðanefnd landbúnaðarins fulla ástæðu til að huga að áhrifum af auknu laxeldi hérlendis á villta íslenska stofna, en laxeldi í sjókvíum er í dag talin ein helsta ógnin við villta laxastofna og sýna rannsóknir að nálægð við laxeldi getur leitt til hnignunar laxa- og urriðastofna." Í bréfi erfðanefndar kemur fram að "helstu áhrif laxeldis eru talin vera vegna samkeppni, útbreiðslu laxalúsar, útbreiðslu sjúkdóma og erfðablöndunar. Erfðablöndun eldislax og villtra stofna getur stuðlað að hnignun villtra stofna, t.d. með breyttri erfðasamsetningu þeirra sem brotið getur upp náttúrulega aðlögun og leitt til einsleitni í erfðasamsetningu stofna eins og sést hefur bæði í Noregi og í Elliðaánum. "Norskur eldislax er notaður í sjókvíaeldi á Íslandi en hann má þó einungis ala á svæðum sem eru fjarri helstu laxveiðiám landsins. Þau svæði sem eru ekki lokuð fyrir laxeldi eru á Vestfjörðum, í Eyjafirði og á Austfjörðum. Árið 2012 voru framleidd 3.000 tonn af norskum eldislaxi hérlendis en nú hefur verið gefið leyfi fyrir eldi á 20.000 tonnum. Þrátt fyrir bætta eldistækni sleppur mikið af laxi úr sjókvíum í Noregi og stórar slysasleppingar gerast nær árlega. Með stóraukinni framleiðslu á Íslandi mun fjöldi slysasleppinga að öllum líkindum aukast og þar með líkur á blöndun við íslenska stofna." "Erfðablöndun eldislax og villts lax er mikið vandamál í Noregi og stendur eldisiðnaðurinn þar í landi nú fyrir tilraunum á ófrjóum eldislaxi til að koma í veg fyrir slíka blöndun. Norskur eldislax hefur blandast villtum laxastofnum í Skotlandi og í Bandaríkjunum er eldi lax af evrópskum uppruna bannað vegna hættu á erfðablöndun". "Um eldi vatnafiska gilda lög nr. 71/2008 og reglugerð nr. 401/2012 en þar eru m.a. ákvæði til að minnka líkur á áhrifum fiskeldis á villta laxastofna. Lög og reglugerðir gera hins vegar ekki ráð fyrir vöktun á erfðablöndun villts lax og eldislax. Þá er ekki til viðbragðsáætlun greinist erfðablöndun eða hnignun villtra stofna s.s. vegna laxalúsar". Í svari kemur einnig fram að "erfðanefnd landbúnaðarins telur að erfðablöndun við norskan eldislax geti ógnað íslenskum laxastofnum í grennd við laxeldisstöðvar en mögulegt áhrifasvæði er ekki þekkt. Í ljósi áforma um stóraukið eldi á laxi af norsku kyni telur erfðanefnd landbúnaðarins brýnt að innleiða í lög og reglur vöktun á erfðablöndun og á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis á villta stofna og tryggja fjárframlög til vöktunar ásamt því að gera viðbragðsáætlanir komi fram neikvæð áhrif á íslenska stofna laxfiska." Ekki verður annað séð að fyrirhugað eldi gangi gegn þeim miklu hagsmunum sem búið er að byggja upp hér á landi í kringum þjónustu við veiðimenn og eldið komi til með að skaða þá hagsmuni gífurlega. Nefnd hefur verið sú hugmynd að færa eldið uppá land þar sem hægt verður að einangra eldislaxinn frá lífríki og þar með þeim skaða sem hann gæti valdið en ljóst er að allir hagsmunaaðilar verða að koma saman og finna lausn á þessu máli því hér eru hagsmunir margra, bæði aðila á veiðimarkaði og fjárfesta í laxeldi sem liggja undir og það hlýtur að vera hægt að ná sátt í þessu máli. Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði
Vegna umræðna um aukið laxeldi í sjó á norsk ættuðum laxi hafa viðbrögð aðila í veiðisamfélaginu verið á þann veg að vara við auknu eldi í sjó vegna þeirrar hættu sem slíkt getur haft í för með sér. Það er í raun nokkuð skrítið að rætt sé um aukningu á þessu eldi hér við land þegar mýmörg dæmi við Noreg sýna án vafa að slíkt hefur gífurleg áhrif á nálæga laxa- og urriðastofna. Villtir stofnar hafa nánast án undantekningar hnignað við nálægð á sjóeldi og hafa margar af bestu laxveiðiám Noregs hrunið í veiði sem má rekja beint til sjúkdóma sem fylgja eldinu. Nokkuð sérstakt þykir í sömu andrá að tala um að nýjar gerðir kvía sé öruggari en eldri tegundir þrátt fyrir að sýnt þykir að í vondum veðrum haldi kvíarniar ekki alltaf og fiskurinn sem er í þeim sleppi gjarnan við þær aðstæður. Í fréttatilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga er farið yfir stöðu mála: "Landssamband veiðifélaga sendi Erfðanefnd landbúnaðarins bréf, 24. febrúar, þar sem var m.a. vakin athygli á að stóraukið eldi á norskættuðum laxi í sjó getur valdið ófyrirsjáanlegu tjóni í íslenskum laxveiðiám. Bréfið var tekið fyrir á fundi Erfðanefndar landbúnaðarins 10 mars og hefur Landssambandi veiðifélaga borist svar. Í svari erfðanefndar kemur fram að erfðarannsóknir sýni að "íslenskur lax er mjög frábrugðinn norskum laxi og má því líta á norskan eldislax sem framandi stofn á Íslandi." "Varðandi áhættu af laxeldi og hugsanleg áhrif á íslenska laxastofna telur erfðanefnd landbúnaðarins fulla ástæðu til að huga að áhrifum af auknu laxeldi hérlendis á villta íslenska stofna, en laxeldi í sjókvíum er í dag talin ein helsta ógnin við villta laxastofna og sýna rannsóknir að nálægð við laxeldi getur leitt til hnignunar laxa- og urriðastofna." Í bréfi erfðanefndar kemur fram að "helstu áhrif laxeldis eru talin vera vegna samkeppni, útbreiðslu laxalúsar, útbreiðslu sjúkdóma og erfðablöndunar. Erfðablöndun eldislax og villtra stofna getur stuðlað að hnignun villtra stofna, t.d. með breyttri erfðasamsetningu þeirra sem brotið getur upp náttúrulega aðlögun og leitt til einsleitni í erfðasamsetningu stofna eins og sést hefur bæði í Noregi og í Elliðaánum. "Norskur eldislax er notaður í sjókvíaeldi á Íslandi en hann má þó einungis ala á svæðum sem eru fjarri helstu laxveiðiám landsins. Þau svæði sem eru ekki lokuð fyrir laxeldi eru á Vestfjörðum, í Eyjafirði og á Austfjörðum. Árið 2012 voru framleidd 3.000 tonn af norskum eldislaxi hérlendis en nú hefur verið gefið leyfi fyrir eldi á 20.000 tonnum. Þrátt fyrir bætta eldistækni sleppur mikið af laxi úr sjókvíum í Noregi og stórar slysasleppingar gerast nær árlega. Með stóraukinni framleiðslu á Íslandi mun fjöldi slysasleppinga að öllum líkindum aukast og þar með líkur á blöndun við íslenska stofna." "Erfðablöndun eldislax og villts lax er mikið vandamál í Noregi og stendur eldisiðnaðurinn þar í landi nú fyrir tilraunum á ófrjóum eldislaxi til að koma í veg fyrir slíka blöndun. Norskur eldislax hefur blandast villtum laxastofnum í Skotlandi og í Bandaríkjunum er eldi lax af evrópskum uppruna bannað vegna hættu á erfðablöndun". "Um eldi vatnafiska gilda lög nr. 71/2008 og reglugerð nr. 401/2012 en þar eru m.a. ákvæði til að minnka líkur á áhrifum fiskeldis á villta laxastofna. Lög og reglugerðir gera hins vegar ekki ráð fyrir vöktun á erfðablöndun villts lax og eldislax. Þá er ekki til viðbragðsáætlun greinist erfðablöndun eða hnignun villtra stofna s.s. vegna laxalúsar". Í svari kemur einnig fram að "erfðanefnd landbúnaðarins telur að erfðablöndun við norskan eldislax geti ógnað íslenskum laxastofnum í grennd við laxeldisstöðvar en mögulegt áhrifasvæði er ekki þekkt. Í ljósi áforma um stóraukið eldi á laxi af norsku kyni telur erfðanefnd landbúnaðarins brýnt að innleiða í lög og reglur vöktun á erfðablöndun og á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis á villta stofna og tryggja fjárframlög til vöktunar ásamt því að gera viðbragðsáætlanir komi fram neikvæð áhrif á íslenska stofna laxfiska." Ekki verður annað séð að fyrirhugað eldi gangi gegn þeim miklu hagsmunum sem búið er að byggja upp hér á landi í kringum þjónustu við veiðimenn og eldið komi til með að skaða þá hagsmuni gífurlega. Nefnd hefur verið sú hugmynd að færa eldið uppá land þar sem hægt verður að einangra eldislaxinn frá lífríki og þar með þeim skaða sem hann gæti valdið en ljóst er að allir hagsmunaaðilar verða að koma saman og finna lausn á þessu máli því hér eru hagsmunir margra, bæði aðila á veiðimarkaði og fjárfesta í laxeldi sem liggja undir og það hlýtur að vera hægt að ná sátt í þessu máli.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði