Matt Every stal sigrinum á Bay Hill 23. mars 2014 22:54 Matt Every fagnar titlinum í kvöld. AP/Vísir Bandaríkjamaðurinn Matt Every sigraði á Arnold Palmer Invitational mótinu sem fram fór á Bay Hill vellinum og kláraðist í kvöld. Every hafði áður leikið í 93 mótum án þess að sigra en hann lék hringina fjóra á samtals 13 höggum undir pari. Lokahringur upp á 70 högg eða tvo undir pari tryggði honum sigur á þessu sögufræga móti en í öðru sæti kom Keegan Bradley á 12 undir.Adam Scott á eflaust eftir að vilja gleyma lokahringnum sem fyrst en eftir að hafa leitt mótið frá fyrsta hring, þar sem hann setti glæsilegt vallarmet, gekk nánast ekkert upp hjá Ástralanum í dag. Hann kom inn á 76 höggum og endaði að lokum í þriðja sæti á samtals 11 höggum undir pari. Every var augljóslega í skýjunum eftir að hafa sigrað á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni. „Það er mögnuð tilfinning að sigra loksins mót á meðal þeirra allra bestu,“ sagði Every í viðtali við fréttamenn eftir hringinn í dag. „Ég hreinlega trúi því ekki ennþá að ég hafi unnið, þetta er svo mikill heiður. Ég er aðeins þrítugur og enn að taka framförum, vonandi er þetta aðeins byrjunin hjá mér.“ Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Valero Texas Open, fer fram á TPC San Antonio vellinum í Texas og hefst á fimmtudaginn. Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Matt Every sigraði á Arnold Palmer Invitational mótinu sem fram fór á Bay Hill vellinum og kláraðist í kvöld. Every hafði áður leikið í 93 mótum án þess að sigra en hann lék hringina fjóra á samtals 13 höggum undir pari. Lokahringur upp á 70 högg eða tvo undir pari tryggði honum sigur á þessu sögufræga móti en í öðru sæti kom Keegan Bradley á 12 undir.Adam Scott á eflaust eftir að vilja gleyma lokahringnum sem fyrst en eftir að hafa leitt mótið frá fyrsta hring, þar sem hann setti glæsilegt vallarmet, gekk nánast ekkert upp hjá Ástralanum í dag. Hann kom inn á 76 höggum og endaði að lokum í þriðja sæti á samtals 11 höggum undir pari. Every var augljóslega í skýjunum eftir að hafa sigrað á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni. „Það er mögnuð tilfinning að sigra loksins mót á meðal þeirra allra bestu,“ sagði Every í viðtali við fréttamenn eftir hringinn í dag. „Ég hreinlega trúi því ekki ennþá að ég hafi unnið, þetta er svo mikill heiður. Ég er aðeins þrítugur og enn að taka framförum, vonandi er þetta aðeins byrjunin hjá mér.“ Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Valero Texas Open, fer fram á TPC San Antonio vellinum í Texas og hefst á fimmtudaginn.
Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira