Fótbolti

Pique: Ronaldo ætti að hætta að kvarta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldo og Pique í baráttunni í gær.
Ronaldo og Pique í baráttunni í gær. Vísir/Getty
Gerard Pique gefur lítið fyrir gagnrýni Cristiano Ronaldo á dómara leiks Barcelona gegn Real Madrid í gær.

Barcelona vann 4-3 sigur í ótrúlegum leik þar sem Barcelona fékk tvær vítaspyrnur auk þess sem Sergio Ramos var rekinn af velli. Undiano Mallenco dæmdi einnig Madrídingum umdeilda vítaspyrnu.

„Undiano Mallenco er ekki hæfur til að dæma svona leiki. Við vorum að spila gegn tólf mönnum. Svona er þetta alltaf. Kannski vilja þeir ekki að við vinnum og vildu fá Barcelona aftur í titilbaráttuna,“ sagði Ronaldo eftir leikinn í gær.

Pique gefur lítið fyrir þetta. „Það er algjör synd að Ronaldo sé að kvarta undan dómaranum eftir svona frábæran leik,“ sagði hann. „Það má til dæmis ræða um að vítaspyrnan sem hann fékk í leiknum var utan vítateigsins.“

„Það er ósanngjarnt að tala um dómarann á þennan hátt. Hann hafði engin áhrif á niðurstöðu leiksins.“

Real Madrid og Atletico Madrid eru með 70 stig á toppi deildarinnar en Barcelona kemur næst með 69 stig.


Tengdar fréttir

Sjáðu mörkin sjö í El Clásico | Myndband

Toppbaráttan á Spáni er galopin eftir stórkostlegan sjö marka fótboltaleik á Santiago Bernabéu í kvöld þar sem Lionel Messi skoraði þrennu fyrir Barcelona.

Messi með sögulega þrennu í sjö marka leik á Bernabéu

Barcelona hélt titilvonum sínum á lífi með því að leggja Real Madrid 4-3 á Santiago Beranbéu í Madrid í kvöld í stórkostlegum fótboltaleik. Messi undirstrikaði að hann er kominn í sitt besta form með þrennu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×