Hvernig má sleppa lifandi úr þessu? Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2014 09:50 Ótrúlegt að sleppa án skrámu úr þessu. S-afríski knattspyrnumaðurinn Rooi Mahamutsa virðist fæddur undir heillastjörnu, en hann slapp úr þessu óhappi um daginn án nokkurrar skrámu. Hann var á ferð í rigningu á BMW bíl sínum og missti stjórn á honum með ekki betri afleiðingum en þessum. Vegrið stingst gegnum allan bílinn og þræðir hann upp eins og ost á kokteilpinna. Hafa skal í huga að í S-Afríku er stýrið hægra megin í bílum eins og í Englandi og ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum væri það vinstra megin. Hinn "listræni stjórnandi" bílsins virðist því búa í réttu landi. Hætt er við því að það taki því ekki að gera við BMW-bíl knattspyrnumannsins, svo illa er hann leikinn. Ef til vill ekur hann hægar næst í rigningu, en það sést glögglega á myndunum að bíll hans hefur þurft að vera á miklum hraða til að búa til þessa kokteilpinnaþræðingu!Mögnuð sjón.Forviða áhorfendur. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent
S-afríski knattspyrnumaðurinn Rooi Mahamutsa virðist fæddur undir heillastjörnu, en hann slapp úr þessu óhappi um daginn án nokkurrar skrámu. Hann var á ferð í rigningu á BMW bíl sínum og missti stjórn á honum með ekki betri afleiðingum en þessum. Vegrið stingst gegnum allan bílinn og þræðir hann upp eins og ost á kokteilpinna. Hafa skal í huga að í S-Afríku er stýrið hægra megin í bílum eins og í Englandi og ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum væri það vinstra megin. Hinn "listræni stjórnandi" bílsins virðist því búa í réttu landi. Hætt er við því að það taki því ekki að gera við BMW-bíl knattspyrnumannsins, svo illa er hann leikinn. Ef til vill ekur hann hægar næst í rigningu, en það sést glögglega á myndunum að bíll hans hefur þurft að vera á miklum hraða til að búa til þessa kokteilpinnaþræðingu!Mögnuð sjón.Forviða áhorfendur.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent