Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí fékk skell, 2-5, er liðið mætti Slóvakíu í 2. deild heimsmeistaramótsins.
Þetta var annar leikur íslenska liðsins en liðið lagði Tyrki í gær.
Linda Sveinsdóttir og Guðrún María Viðarsdóttir skoruðu mörk Íslands í kvöld að því er fram kemur á mbl.is.
Ísland á næst leik gegn Króatíu á fimmtudag. Hér að ofan má sjá myndir úr leik kvöldsins sem Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók.
