Ef Fulham hefði viljað fá Alfreð hefði það borgað uppsett verð Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2014 10:00 Alfreð Finnbogason er markahæstur í sögu Heerenveen í deildinni. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var ekki ánægður með forráðamenn félagsins þegar þeir hækkuðu skyndilega verðið á honum á lokadegi félagaskipta í janúar. Enska úrvalsdeildarliðið Fulham sóttist eftir kröftum Alfreðs og bauð Heerenveen tíu milljónir evra fyrir framherjann en hollenska félagið hækkaði verðið í tólf milljónir þegar símtalið barst og Fulham hætti þá við. „Þeir sögðust alltaf vilja tíu milljónir evra fyrir mig en nú voru þeir ekki samstarfsfúsir. Ég er svekktur út í Heerenveen því ég fæ ekki tækifæri til að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Alfreð í byrjun febrúar.Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen, gerir lítið úr áhuga Fulham í viðtali við hollenska miðilinn OmroepFriesland. „Fulham vissi í margar vikur að það þyrfti að styrkja sig. Svo kemur það og talar við okkur fimm mínútur í tólf og segist vilja Alfreð. Það vildi ekki borga uppsett verð en kaupr síðan Grikkjann fyrir 15 milljónir evra," segir Van der Wiel og vísar til Grikkjans Kostas Mitroglou. Mitroglou er eitthvað mesta flopp tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að raða inn mörkum fyrir Olympiacos í grísku deildinni og Meistaradeildinni fyrir áramót kom hann til liðsins í engu formi og hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Á sama tíma raðar Alfreð Finnbogason inn mörkum fyrir Heerenveen en hann varð um helgina markahæsti leikmaður liðsins í hollensku úrvalsdeildinni frá upphafi þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2-2 jafntefli gegn NEC Nijmegen. „Ef þeir hefðu viljað Alfreð hefðu þeir borgað okkar verð. Við vorum ekki í neinum peningaleik,“ segir Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen.Kostas Mitroglou hefur lítið gert fyrir 15 milljónir Evra.Vísir/EPA Fótbolti Tengdar fréttir Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Alfreð Finnbogason varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni. Framherjar félagsins eru jafnan keyptir dýrum dómum til stærri liða. 24. mars 2014 06:00 Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Sjá meira
Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var ekki ánægður með forráðamenn félagsins þegar þeir hækkuðu skyndilega verðið á honum á lokadegi félagaskipta í janúar. Enska úrvalsdeildarliðið Fulham sóttist eftir kröftum Alfreðs og bauð Heerenveen tíu milljónir evra fyrir framherjann en hollenska félagið hækkaði verðið í tólf milljónir þegar símtalið barst og Fulham hætti þá við. „Þeir sögðust alltaf vilja tíu milljónir evra fyrir mig en nú voru þeir ekki samstarfsfúsir. Ég er svekktur út í Heerenveen því ég fæ ekki tækifæri til að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Alfreð í byrjun febrúar.Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen, gerir lítið úr áhuga Fulham í viðtali við hollenska miðilinn OmroepFriesland. „Fulham vissi í margar vikur að það þyrfti að styrkja sig. Svo kemur það og talar við okkur fimm mínútur í tólf og segist vilja Alfreð. Það vildi ekki borga uppsett verð en kaupr síðan Grikkjann fyrir 15 milljónir evra," segir Van der Wiel og vísar til Grikkjans Kostas Mitroglou. Mitroglou er eitthvað mesta flopp tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að raða inn mörkum fyrir Olympiacos í grísku deildinni og Meistaradeildinni fyrir áramót kom hann til liðsins í engu formi og hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Á sama tíma raðar Alfreð Finnbogason inn mörkum fyrir Heerenveen en hann varð um helgina markahæsti leikmaður liðsins í hollensku úrvalsdeildinni frá upphafi þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2-2 jafntefli gegn NEC Nijmegen. „Ef þeir hefðu viljað Alfreð hefðu þeir borgað okkar verð. Við vorum ekki í neinum peningaleik,“ segir Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen.Kostas Mitroglou hefur lítið gert fyrir 15 milljónir Evra.Vísir/EPA
Fótbolti Tengdar fréttir Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Alfreð Finnbogason varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni. Framherjar félagsins eru jafnan keyptir dýrum dómum til stærri liða. 24. mars 2014 06:00 Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Sjá meira
Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Alfreð Finnbogason varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni. Framherjar félagsins eru jafnan keyptir dýrum dómum til stærri liða. 24. mars 2014 06:00
Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34