Nissan innkallar 1 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2014 15:40 Nissan Altima árgerð 2013. Innkallanir bílframleiðenda vegna galla ætla engan endi að taka. Nú er það Nissan og bílarnir ekki færri en 1 milljón talsins, langflestir þeirra í Bandaríkjunum. Er það vegna galla í öryggispúðum farþegamegin í bílunum. Bílgerðirnar sem gætu haft þennan galla eru Nissan Altima, Leaf, Pathfinder og Sentra af árgerðum 2013 og 2014, sem og leigubíllinn Nissan NV200 af árgerð 2013. Innköllunin nær líka til Infiniti bílanna JX35 af árgerð 2013 og Infiniti Q50 og QX60 af árgerð 2014. Heildarinnköllunin nær til 1.053.479 bíla og eru 989.701 þeirra í Bandaríkjunum. Gallinn lýsir sér í tölvubilun sem getur metið það ranglega hvort setið er í farþegasætinu frammí bílunum eða ekki. Hættan við þetta er sú að við árekstur gæti búnaðurinn metið það svo að enginn sitji í sætinu og því myndi öryggispúðinn ekki blása út. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent
Innkallanir bílframleiðenda vegna galla ætla engan endi að taka. Nú er það Nissan og bílarnir ekki færri en 1 milljón talsins, langflestir þeirra í Bandaríkjunum. Er það vegna galla í öryggispúðum farþegamegin í bílunum. Bílgerðirnar sem gætu haft þennan galla eru Nissan Altima, Leaf, Pathfinder og Sentra af árgerðum 2013 og 2014, sem og leigubíllinn Nissan NV200 af árgerð 2013. Innköllunin nær líka til Infiniti bílanna JX35 af árgerð 2013 og Infiniti Q50 og QX60 af árgerð 2014. Heildarinnköllunin nær til 1.053.479 bíla og eru 989.701 þeirra í Bandaríkjunum. Gallinn lýsir sér í tölvubilun sem getur metið það ranglega hvort setið er í farþegasætinu frammí bílunum eða ekki. Hættan við þetta er sú að við árekstur gæti búnaðurinn metið það svo að enginn sitji í sætinu og því myndi öryggispúðinn ekki blása út.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent