Lífið

Taka í fyrsta sinn þátt í HönnunarMars

Ellý Ármanns skrifar
Fjöldi manns lagði leið sína í Norræna húsið í dag á formlega opnun hönnunarsýningu kvenna í FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu.  Félagið tekur í ár í fyrsta sinn þátt í HönnunarMars þar sem sýndar eru fjölbreyttar vörur og verk þeirra félagskvenna sem tengjast hönnun og arkitektúr.   

Tuttugu og fimm konur frá jafnmörgum fyrirtækjum sýna meðal annars ferðabíl, gin, leikefni, gluggafleka, fatahönnun, netverslun, vistvænan arkitektúr, vöruhönnun, skartgripahönnun og umbúðahönnun svo fátt eitt sé nefnt.

Hlín Ósk Þorsteinsdóttir á og rekur Óskabönd og Hulda Hrönn Finnsen.

María Lovísa Árnadóttir hjá Inspira Design og Ingibjörg Gréta Gísladóttir verkefnastjóri sýningarinnar.

Jakob Bjarnason,Ásgeir Már Björnsson og Eva Sæland buðu upp á Björk og Birki sem er íslenskt snafs og vín.

Kristín Unnur Þórarinsdóttir og Ingibjörg Þóra Gestsdóttir kynntu teppapeysur sem þær hönnuðu en þær kalla hönnunarfyrirtækið sitt Koffort.

Helga Ólafsson á og rekur Lastashop og Hildur Edda Hilmarsdóttir.

Írunn Viðarsdóttir og Sigríður Þorsteinsdóttir.

Jóhanna Oppong er konan á bak við Troja fatamerkið.

Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir hjá Dimmblá.

HönnunarMars.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×